fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fókus

Heiða Guðný eina konan á HM í rúningi: „Ég var nógu klikkuð til að skella mér“

Mótið fór fram á Nýja-Sjálandi – Vill halda því á lofti að konur geti líka rúið

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 10. febrúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn atorkusami bóndi, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir frá Ljótarstöðum í Skaftártungu, vakti verulega athygli á Heimsmeistaramótinu í sauðfjárrúningi sem haldið var í Invercargill í Nýja-Sjálandi á dögunum.

Í grein á heimasíðu mótsins var fjallað um þátttöku hennar en þar var hún sögð heita Heoia Guony, sem er kannski ekki alveg nærri lagi. Vakti sérstaklega athygli að Heiða Guðný hafði komið alla leið frá Íslandi til þess að taka þátt og ekki síður að hún var eina konan sem spreytti sig í þessum aðalflokki mótsins.

Í greininni var farið stuttlega yfir feril Heiðu Guðnýjar og hvernig að hún hafi tekið við búi föður síns aðeins 23 ára gömul. Þá var hún spurð afhverju að hún hafi tekið þátt í mótinu og því svaraði Heiða Guðný á þessa leið: „Ég var nógu klikkuð til að skella mér. Ég elska að rýja“

Í fréttinni kemur fram að aðstæður á Nýja Sjálandi séu gerólíkar því sem þekkjast á Íslandi og því hafi Heiða Guðný þurft að læra allt aðra tækni en hún var vön. Hún hafi sótt námskeið sem mótshaldarar héldu fyrir heimsmeistaramótið og kemur fram í greininni að þarf hafi hún lært meira á nokkrum dögum en síðustu fimm ár sem hún hefur rúið.
Heiða endaði í 52.sæti í mótinu af 54 skráðum keppendum og komst ekki áfram í úrslit í þetta skiptið.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Heiða Guðný tekur þátt í HM í rúningi en frá því var greint í helgarviðtali DV í ágúst 2015 þar sem ræddi hún um lífið í sveitinni, fyrirsætuferilinn, átakanlega systurmissi og ýmislegt fleira. Þar deildi Heiða Guðný óslökkvandi ævintýraþrá sinni sem hefði einmitt orðið til þess að hún skellti sér á HM í rúningi sem þá var haldin í Bretlandi. Ég vil halda því á lofti að konur geti líka klippt,“ sagði Heiða Guðný og sýndi það heldur betur í verki með því að ferðast alla leið til Nýja Sjálands til að keppa.

Þá sagði Heiða Guðný: „Helsti tilgangurinn með því að fara út er að koma með reynsluna heim og auka kennsluna hérna heima. Og leggja meiri áherslu á að rýja vel. Kennslan á Hvanneyri er góðra gjalda verð en það er nauðsynlegt að auka hana. Ég væri sjálf mjög til í að ná þeirri færni að geta kennt öðrum, og halda jafnvel rúningsnámskeið fyrir konur. Þær eru svolítið til baka í þessari grein. Hika við að fara út í þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða