fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fókus

Ólöf Tara einkaþjálfari um matarkomplexa: „Maður skemmir ekkert vikuna með því að borða súkkulaði af og til“

„Það þarf miklu meira til svo það hafi áhrif á vigtina,“ segir hún

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 27. júní 2017 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um 95 prósent af mínum viðskiptavinum eru með matarkomplexa.“ Þetta segir einkaþjálfarinn Ólöf Tara Harðardóttir sem þekkir frá fyrstu hendi hvernig það er að eiga í óheilbrigðu sambandi við mat. Þá segir Ólöf Tara að fólk sé með alltof óraunhæfar kröfur hvað varðar útlitsmarkmið.

Ólöf var í viðtali í helgarblaði DV þar sem hún ræddi meðal annars þessi mál. Hún sagði meðal annars að Matarkompexar, sem Ólöf þekkir af eigin raun, geti birst í mörgum myndum. Hér að neðan má sjá stutt brot úr viðtalinu þar sem hún ræðir þetta.


Ólöf útskýrir að matarkomplexar geti birst í mörgum myndum; að borða of mikið, borða of lítið, fá samviskubit yfir því að borða óhollt, hræðast ákveðna tegund af fæðu og að fitna af því að borða hana. Einnig í að mikla mataræðið fyrir sér og finnast maður þurfa að borða einfalda, og kolvetnaskerta fæðu, í öll mál, til að ná árangri.

Í dag hefur Ólöf Tara unnið bug á sínum matarkomplexum og reynir, eftir fremsta megni, að aðstoða viðskiptavini sína. „Oft þegar ég fæ matardagbækur þá eru ummæli í sviga fyrir aftan þar sem kúnninn rífur sig niður fyrir að eitt að fá sér kökusneið eða Snickers. Það er auðvitað ekki í lagi. Maður skemmir ekkert vikuna með því að borða súkkulaði af og til. Það þarf miklu meira til svo það hafi áhrif á vigtina.“

Að hennar mati er stærsta vandamálið að það séu svo margar reglur í gangi varðandi mataræði. „Staðreyndin er sú að ef þú borðar venjulegan mat þá færðu öll næringarefni sem líkaminn þarf úr fæðunni. Þetta er í alvörunni svona einfalt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi