fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Það sem ekki mátti tala um

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 24. júní 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mín fyrstu viðbrögð þegar þetta kom upp í okkar lífi voru að þetta mætti enginn vita. Það var bara nokkuð sem ég hafði verið alinn upp við. Í móðurætt minni, sem er af Vestfjörðum, er geðveiki og slík vandamál útbreidd. Ég átti móðursystur sem var alvarlega geðveik og það var aldrei um það talað,“ segir Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins í viðtali við helgarblað DV. Hann ræðir þar um andleg veikindi eiginkonu sinnar Sigrúnar Finnbogadóttur.

„Smátt og smátt áttaði ég mig á því að það var ekki hægt að þegja um þetta. Það vissu allir að Sigrún væri orðin geðveik. Þá fór ég að svara spurningum,“ segir Styrmir. „Auðvitað var þetta erfiðast fyrir hana. Þetta var líka erfitt fyrir mig og erfitt fyrir dætur okkar. En á ákveðnum tímapunkti áttaði ég mig á því að þessi lífsreynsla var þroskandi. Sennilega höfum við öll öðlast meiri víðsýni en ella.“

Hann segir einnig: „Þegar ég fór að fjalla um þessi mál opinberlega þá áttaði ég mig á því að það var fólk úti um allt sem var alið upp eins og ég; að um þetta talaði maður ekki. Ég fór að átta mig á að það væri hægt að hjálpa fólki með því að tala um þessi mál og þess vegna fór ég að gera meira af því. Ég hef ekki séð eftir því, ég hef fundið að það hefur þurft að opna þessa umræðu. Þessi lokun á umræðunni um sjúkdóminn var mikið farg á fólki sem glímdi við hann og aðstandendur þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við