Sunnudagur 08.desember 2019
Fókus

Andrés heitir nú Alexandra: „Erfið fæðing að ákveða að ég vilji skipta um nafn“

Alexandra Briem, formaður Pírata í Reykjavík og transkona, segir erfitt að velja nýtt nafn.

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 26. maí 2017 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Helgi Valgarðsson, formaður Pírata í Reykjavík og transkona, tilkynnti nú eftir hádegi á Facebook að hún hafi valið sér nafnið Alexandra Briem. Alexandra segir að þó henni þyki vænt um sitt fyrra nafn þá sé kominn tími til að leggja „hún Andrés“.

Alexandra segir að hún hafi gífurlega sterka og djúpa tengingu við nafnið Andrés. „Þegar mamma mín var unglingur var lífi hennar bjargað af manni sem heitir Andrés. Án hans hefði hún án nokkurs vafa dáið það kvöld, og hvorki ég né bræður mínir hefðu nokkurn tíma verið til og líf pabba míns hefði verið allt öðruvísi. Andrés er hetja og ég meðtók það mjög snemma. Ég vildi vera eins og hann, manneskjan sem hægt er að treysta á í neyð, einhver sem leggur krók á leið sína til að hjálpa öðrum, jafnvel þó maður sé ekki viss eða einhver vafi leiki á,“ skrifar Alexandra.

Hún segist líka hafa mjög sterka tengingu við nafnið Helgi. „Helgi var pabbi ömmu minnar Sylvíu og sennilega merkilegasti maður sem ég hef heyrt af. Hann var greindur, vel menntaður, íhugull og alveg stálheiðarlegur hugsjónamaður. Án þess að ýkja tel ég að hann sé ein mesta hetja sem Ísland hefur getið af sér, amk. síðan á sturlungaöld. Hann var ekki stór maður, en þegar hann var sendimaður Íslands í Þýskalandi í aðdraganda fyrra stríðs bauð hann ríki Hitlers birginn og lagði sjálfan sig í lima til að hjálpa gyðingum úr landi meðan það var enn hægt,“ skrifar Alexandra.

Líkt og fyrr segir fannst Alexöndru erfið fæðing af þessum ástæðum að ákveða að vilja skipta um nafn. „Og eins og allir sem hafa eignast barn vita, eða þeir sem hafa spilað spunaspil (að minna leiti), þá er gífurlega erfitt að velja nafn. Þetta er það sem viðkomandi mun heita, mun móta líf þeirra á allan hátt eins og ég hef rakið. Þau sækja í það innblástur og samanburð. Fjórðungi bregður til nafns, eins og forfeður okkar sögðu.

Og að velja sitt eigið nafn, það er þeim mun erfiðara. Það er svo svakalega meta. Hvað er ég að segja um mig með þessu nafni, hvað er ég að segja um það hvað ég vilji segja um mig? Hvaða áherslur, hvaða sjálfssýn er ég þarna að lýsa yfir?,“ skrifar Alexandra sem segist ætla að skipta um nafn á samfélagsmiðlum í dag. „Formleg nafnbreyting í þjóðskrá er enn þó nokkra mánuði í burtu geri ég ráð fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrsta sýnishornið úr Tinder lauginni: „Oj illa mikill pervert maður“

Fyrsta sýnishornið úr Tinder lauginni: „Oj illa mikill pervert maður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birgitta beið í ár eftir að birta pistilinn: Er nú hætt störfum – „Ég læt ekki bjóða mér hvað sem er“

Birgitta beið í ár eftir að birta pistilinn: Er nú hætt störfum – „Ég læt ekki bjóða mér hvað sem er“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Uppnámið í America’s Got Talent: Vill Simon Cowell „yngri og heitari“ píur?

Uppnámið í America’s Got Talent: Vill Simon Cowell „yngri og heitari“ píur?