fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fókus

„Mér var farið að líða virkilega illa og var í svitakófi“

Hannes Óli varð að stöðva sýningu á leikverkinu Illsku vegna magakrampa

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 23. mars 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hver leiksýning er einstök og sem leikari þarf maður að bregðast við ýmsum aðstæðum. Þessar voru þó með þeim óþægilegri fyrir mig,“ segir leikarinn Hannes Óli Ágústsson í samtali við DV. Hann fer með eitt af aðalhlutverkunum í leikverkinu Illsku sem hefur verið sýnt undanfarnar vikur á Litla sviði Borgarleikhússins. Á hádramatískum lokakafla leikverksins á dögunum varð Hannes Óli að snúa sér að áhorfendum og tilkynna þeim að í óefni væri komið og hann yrði að bregða sér frá á salernið.

Beit á jaxlinn

„Ég kem inn á svið eftir hlé og er bara búinn að vera mjög hress. Ég er kannski búinn að vera inni á sviði í hálfa mínútu þegar ég fæ krampa í magann. Mér líður mjög illa en þetta er þannig leikverk að það eru eiginlega allir inni á sviðinu allan tímann og því voru góð ráð dýr,“ segir Hannes Óli. Hann hafi upplifað mikla ógleði auk þess sem hann hafi nauðsynlega þurft að komast á klósettið. Eins og ástríðufullum leikara sæmir þá ákvað Hannes Óli að bíta á jaxlinn. „Ég var staðráðinn í að klára sýninguna en ástandið ágerðist bara. Ég var sífellt að reyna að koma auga á einhverjar glufur til þess að leysa vandamálið og kannski ná að skjótast til baka en allt kom fyrir ekki,“ segir leikarinn.

„Þá ákvað ég að stöðva sýninguna“

Tíminn leið og þegar komið var að hápunkti sýningarinnar þar sem dramatíkin var allsráðandi þá gat Hannes Óli ekki meir. „Mér var farið að líða virkilega illa og var í svitakófi. Allt í einu áttaði ég mig á því að ég var ekki í neinum tengslum við neitt sem var að gerast á sviðinu. Þá ákvað ég að stöðva sýninguna. Það var annaðhvort það eða að gera á sig á sviðið,“ segir Hannes Óli og hlær. Hann tilkynnti Sólveigu Guðmundsdóttur leikkonu um ástand mála og síðan sneri hann sér að gestum og tilkynnti að örstutt hlé yrði gert á sýningunni og hljóp baksviðs.

Óttaðist að geta ekki klárað sýninguna

„Mér skilst að mótleikarar mínir hafi brugðist við með því að bregða á leik, eflaust á minn kostnað. Á meðan hljóp ég inn á klósett þar sem gusaðist upp úr mér og þó aðallega niður. Leikstjórinn, Vignir Rafn Valþórsson, var á sýningunni og við ræddum málin stuttlega. Síðan gekk ég inn á sviðið og við kláruðum sýninguna,“ segir Hannes Óli. Aðspurður hvað hafi farið í gegnum huga hans meðan á hamförunum stóð segir leikarinn: „Ég var fyrst og fremst stressaður yfir því að ég gæti ekki klárað sýninguna en það hafðist sem betur fer. Ég varð ekki var við annað en að allir gestir sýningarinnar hafi sýnt þessari uppákomu skilning. Mótleikarar mínir höfðu að minnsta kosti gaman af þessu.“

Öll þau ár sem Hannes Óli hefur staðið á sviði þá hefur aldrei neitt þessu líkt gerst en næst komst hann því þegar hann fékk snert af matareitrun á sýningu áhugaleikhúss. „Þá harkaði ég af mér en því var ekki við komið á þessari sýningu. Ég gat ekki meira.“

Þess ber að geta að Illska hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda en síðasta sýning leikverksins fer fram þann 1. apríl næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum
Fókus
Í gær

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Ragga Holm og Elma trúlofaðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu“

„Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“