Spotify-vísitala laganna sjö í úrslitum – Þetta hafa smellirnir fengið af spilunum á forritinu
Sjö lög munu keppa á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld og berjast þar um atkvæði Íslendinga til að komast á Eurovision sem haldið er í Úkraínu að þessu sinni.
DV fjallaði um það fyrr í vikunni hvert þessara laga væri vinsælasta á YouTube, en hvað með Spotify?
Í ljós kemur að nokkur lög hafa sætaskipti frá fyrri athugun DV. Svala Björgvinsdóttir var langvinsælust á YouTube en þarf að hafa sætaskipti við Aron Hannes þegar Spotify-vísitalan er skoðuð. Alls hafa íslenska og enska útgáfan af laginu sem Aron Hannes flytur fengið ríflega 85 þúsund spilanir á Spotify, á meðan Svala hefur fengið ríflega 66 þúsund.
Alls hafa lögin sjö í úrslitunum fengið rúmlega 314 þúsund spilanir á Spotify, sem verður að teljast nokkuð gott.
DV spurði lesendur hér á DV.is á mánudag hvert þeirra uppáhaldslag væri í úrslitunum. Skemmst er frá því að segja að Svala vann þá kosningu með nokkrum yfirburðum. Hlaut 56,3% atkvæða, Daði Freyr var annar með 16,7% en fast á hæla hans kom Aron Hannes með 15,2% en 833 atkvæði bárust í könnuninni.
Flytjandi | Íslenska | Spilanir | Enska | Spilanir | Alls |
---|---|---|---|---|---|
Aron Hannes | Nótt | 43.171 | Tonight | 42.116 | 85.287 |
Svala | Ég veit það | 22.725 | Paper | 43.605 | 66.330 |
Hildur | Bammbaramm | 28.326 | Bammbaramm | 17.816 | 46.142 |
Aron Brink | Þú hefur dáleitt mig | 25.500 | Hypnotised | 20.018 | 45.518 |
Daði Freyr | Hvað með það | 19.675 | Is this love | 11.808 | 31.483 |
Rúnar Eff | Mér við hlið | 12.677 | Make your way back home | 9.329 | 22.006 |
Rakel og Aron | Til mín | 10.180 | Again | 7.225 | 17.405 |
Tölur miðað við stöðuna á Spotify-rás Söngvakeppninnar 10.03 2017 – kl: 10:00