fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Ég missti bæði son minn og konu mína

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 24. febrúar 2017 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vorkenni þessum manni að hafa gert þetta. Ég spyr mig hvað hafi verið að honum?“ segir Helgi Vilhjálmsson, Helgi í Góu, í helgarviðtali við DV. Hann ræðir þar um harmleikinn þegar sonur hans Hannesi Þór var myrtur á hrottalegan hátt. Eiginkona Helga til fimmtíu ára, Jóna Steinunn, lést ári seinna úr krabbameini. „Mér er sagt af fólki sem hefur lent í svipuðum sporum og við að það reyndist konunum afar þungbært að missa barn sitt og dæmi eru um að þær hafa dáið stuttu seinna. Allt var þetta mjög erfitt en það hjálpaði mér mikið að ég á bæði góða vini og góða fjölskyldu. Vinnan hjálpaði mér líka.“

Spurður hvort hann sé reiður vegna þessa segir Helgi: „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ætli ég sé ekki bæði reiður og sár.Ég missti bæði son minn og konu mína. Ég og sonur minn vorum mjög nánir og hann hafði mikinn áhuga á fyrirtækjarekstrinum. Konan var mín hægri hönd í þessu öllu saman í gegnum tíðina. En svona er lífið, það ekkert hægt að gera við því og maður verður að reyna að vinna úr sorginni. Mér hefur tekist það þokkalega og sömuleiðis fjölskyldunni. Þetta tók mjög á systur Hannesar og sömuleiðis afabörnin. Þetta var öllum afar erfitt.“

Stuttu eftir lát Hannesar kom í ljós að hann hafði eignast barn með eistneskri konu „Þetta er skrýtið því við vissum ekki af honum fyrr en eftir að Hannes dó. Þá kom bara allt í einu lítill drengur inn í líf fjölskyldunnar,“ segir Helgi. „Við erum í eins miklu sambandi og hægt er. Hann heitir Siimm, kemur hingað einu sinni til tvisvar á ári og er einn af okkur,“ segir Helgi. „Hann var hjá okkur síðasta sumar í mánuð. Mamma hans sem er gift kom líka með nýja manninum og tveimur börnum þeirra. Ég bauð þeim öllum vegna þess að ég get það. Siimm verður átta ára á þessu ári og kemur þá í heimsókn og er mjög spenntur fyrir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“