fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

„Allir elska kynlíf“

Nýir sjónvarpsþættir Röggu Eiríks hefjast á ÍNN í kvöld

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynþokki í dansi og stefnumótaforritið Tinder eru á dagskrá þáttarins Rauði sófinn, sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld. Í þáttunum tekur Ragnheiður Eiríksdóttir, Ragga Eiríks, á móti góðum gestum í rauðan plusssófa. Umfjöllunarefnið er viðfangsefni sem þáttastjórnandi, menntaður hjúkrunarfræðingur og aðstoðarritstjóri bleikt.is, þekkir vel; kynlíf.

„Allir elska kynlíf, og kynlíf verður efst á baugi í rauða sófanum,“ segir Ragga í samtali við DV. „Reyndar mun ég fjalla um ýmislegt sem tengist kynlífi, og ef vel er að gáð tengist hér um bil allt kynlífi. Ég gæti í það minnsta fundið leiðir til að tengja flest við það,“ segir hún.

En hvers vegna rauður sófi? Ragga á ekki í vandræðum með að útskýra það. „Sófar eru mjúkir og æðislegir, og ef þeir eru rauðir og úr plussi minna þeir jafnvel á mjúkar varir eða jafnvel skapabarma. Stemningin í þættinum verður mjúk og opin og ég mun bjóða fjölbreyttum og fróðum viðmælendum í sófann.“

Í fyrsta þættinum eru tvö mál á dagskrá, kynþokki í dansi og stefnumótaforritið Tinder. „Það var erfitt að velja því ég er með óralangan lista af dásamlegum viðmælendum í sófann. Ég ákvað að bjóða Margréti Erlu Maack og Þorvarði Pálssyni í fyrsta þáttinn. Við Margrét munum ræða um kynþokka í dansi og æfa nokkrar þokkafullar hreyfingar með strútsfjaðrir okkur til hjálpar, svo kíkir Þorvarður til mín og miðlar af sinni víðtæku reynslu á notkun Tinder.“

Ragga lofar hispurslausri stemningu í rauða sófanum en fyrsti þátturinn fer í loftið í kvöld, föstudaginn 24. febrúar, klukkan 21.30, á ÍNN. Eftir frumsýningu verður hægt að horfa á Rauða sófann á www.inntv.is og á www.bleikt.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill