fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Fókus

Helga Dögg: Þú átt barnið, svo taktu ábyrgð

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 20. febrúar 2017 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákvörðunin að eiga barn er ákvörðun foreldrana, ekki samfélagsins. Uppeldið og ábyrgð er í höndum foreldra. Sú ákvörðun að eiga barn fylgir ábyrgð. Þetta skrifar Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari og vitnar í Anni Mattihiesen þingmann á danska þinginu. Grein Helgu hefur vakið gríðarlega athygli á Vikudegi en hún bendir á að hér, rétt eins og í Danmörku sé allt of mörgum börnum plantað fyrir framan sjónvörp, snjalltæki eða spjaldtölvu eftir að heim er komið eftir vinnudag eða dagsviðveru á leikskóla og grunnskóla. Þetta sé ábyrgð foreldra.

Helga greinir frá danskri rannsókn þar sem fram kom að foreldrar hafa mikið að gera og vegna þess þurfi börnin alltaf að flýta sér. Þau börn sem tóku þátt í rannsókninni sögðu að þeim þætti hraðinn og æsingurinn óþægilegur.

„Þegar foreldrar upplifa streitu eða hafa á tilfinningunni að þurfa í sífellu að ná hinu og þessu smitar það yfir á barnið. Þegar svo er komið fyrir foreldrum skamma þau barnið oftar en ella. Slíkt hefur slæm áhrif á barn og því líður verr en þeim börnum sem eru ekki skömmuð eins oft.“

Anni Mattihiesen segir að í rannsókninni séu ýmsar ábendingar til stjórnvalda hvernig þau geti brugðist við. Hún segir aftur á móti að það sé hlutverk foreldra að taka meiri ábyrgð. Þau völdu að eignast barn, það sé ekki á vegum stjórnvalda og það fylgi því ábyrgð að koma með barn í heiminn. Foreldrar eiga aga barn sitt. Kenna því að segja takk, afsakið og bjóða góðan daginn.

„Það er líka hlutverk foreldra að kenna barni sínu heiðarleika, að ljúga ekki og stela, mæta á réttum tíma og bera virðingu fyrir öðrum. Að tala ekki með fullan munninn, henda ekki rusli á gólfið og úti í náttúrunni“.

Þá segir Helga:

„Sjálf get ég bætt við að foreldrar bera ábyrgð á námi barnsins þegar í grunnskólann er komið, hegðun, umgengni þess og framkomu við starfsfólk skóla og aðra nemendur. Allt eru þetta þættir sem foreldrar eiga að kenna barni sínu, það er ekki verkefni grunnskólakennara.“

Segir Helga að lífsgæðakapphlaup foreldranna bitni á barninu og öll þeirra verkefni yfir áhrif á barnið. Barn upplifi æskuár einu sinni og mikilvægt að foreldrar séu til staðar á þeim tíma.

„Foreldrar eru fyrirmynd og börn gera það sem fyrir þeim er haft. Hugsið ykkur um áður en þið takið tækin fram yfir barnið ykkar.“

Hér má lesa grein Helgu í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?
Fókus
Í gær

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set
Fókus
Fyrir 4 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði