fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fókus

Fiskikóngurinn fengið nóg og ætlar í eigin útgerð: „Ég er alger byrjandi“

Auður Ösp
Mánudaginn 13. febrúar 2017 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er alger byrjandi í útgerð og menn taka kannski tillit til þess er þeir ræða við mig. En ég hef fulla þekkingu á fullvinnslu og sölu á ferskum fiski,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn. Kristján hefur verið viðloðandi fisksölu síðan í lok níunda áratugarins og hefur nú áhuga á að fara af stað í útgerð.

Kristján greinir sjálf frá þessu í auglýsingu sem birtist á facebooksíðu Fiskikóngsins.

„Óska eftir að kaupa bát og kvóta. Línubát helst. Eða óska eftir að kaupa mig inní útgerð á báti. Vantar vana menn til þess að reka og stjórna bátnum, helst úti á landi, en er opinn fyrir öllum hugmyndum,“

ritar Kristján og biður áhugasama um að hafa samband við sig. Hann tekur þó fram að hann sé byrjandi í útgerð og sé því vissara að menn hafi það í huga ef þeir hafa samband við hann.

Kristján, sem opnaði sína fyrstu fiskbúð í JL-húsinu 1989, tekur fram að hann hafi engu að síður fulla þekkingu á fullvinnslu og sölu á ferskum fiski.

Þá kveðst Kristján ætla að taka fyrstu skrefin í útgerð á þessu ári. „Þannig að mínir viðskiptavinir, fái flottann glænýjan og góðan fisk frá mínum bát.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elton reynir að miðla málum í Beckham-deilunni

Elton reynir að miðla málum í Beckham-deilunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dansandi Íslandsvinir eiga von á sínu fyrsta barni

Dansandi Íslandsvinir eiga von á sínu fyrsta barni