fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fókus

Ungur Íslendingur fékk að spyrja Arnold schwarzenegger: Þetta er svarið sem hann fékk

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnold Schwarzenegger er afar virkur á Snapchat. Síðasta sólarhring hefur Arnold svarað spurningum frá aðdáendum héðan og þaðan í heiminum. Þegar Hollywood-stjarnan birti loks svörin var það ungur íslenskur piltur sem bar upp fyrstu spurninguna.

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson birti myndskeið á Facebook af piltinum að varpa fram spurningu um hvað færi í heilsudrykk stjörnunnar. Pilturinn byrjaði á því að heilsa og bar kveðju til hans frá Íslandi. Næst spurði piltur hvað fari í heilsudrykkinn.

Arnold sem var í æfingasalnum á miðri æfingu þegar hann svaraði og sagði að það sem hann fengi sér helst fyrir æfingar væri drykkur sem innihéldi mjólkurduft, egg og vatn. Sveinn Hjörtur sem birti eins og áður segir myndskeiðið segir um piltinn unga:

„Það væri áhugavert að prófa þessa Íslandsblöndu frá Arnold sem er gríðarlega vinsæll og skemmtilegur í alla staði, enda lífsgildi hans að gefast aldrei, gefa af sjálfum sér, og berjast! Ég veit ekki hver pilturinn er, en fagna framtaki hans og vinsamlegu viðmóti. Ungi maður, þú ert þjóð okkar til sóma!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi