fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fókus

Rúnar var kallaður „varamaðurinn“ í grunnskóla

Auður Ösp
Föstudaginn 3. febrúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Krakkarnir í skólanum áttuðu sig ekki hvað þeir voru að gera en þeir gátu verið mjög rætnir og leiðinlegir. Auk kækjanna var ég gjarnan með mikinn varaþurrk og því eldrauður í kringum munninn og var kallaður Varamaðurinn,“ segir tónlistarmaðurinn Rúnar Freyr Rúnarsson, betur þekktur undir nafninu Rúnar Eff en hann var greindur með Tourette heilkennið í æsku og mátti þess vegna þola stríðni af hálfu skólafélaga sinna. Hann þurfti í kjölfarið að skipta um skóla. Hann ræðir meðal annars um líf sitt með heilkenninu í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Akureyri Vikublaðs.

Rúnar segir heilkennið hafa haft mikið áhrif á æsku hans en einkennin lýstu sér meðal annars þannig að Rúnar hristi hausinn í sífellu, ræskti sig, skellti saman tönnum og smellti fingrum. Þá fylgdu með þráhyggja og athyglisbrestur en Rúnar segir einkennin hafa minnkað mikið, og í dag verði þeirra helst vart þegar hann er undir miklu álagi.

„Oft geri ég eitthvað án þess að gera mér grein fyrir því en veit að ég hef til dæmis verið að smella fingrum vegna þreytu í fingrunum. Eins ef fólk í kringum mig er farið að hlæja veit ég að ég hef verið eitthvað skrítinn. Þegar ég er slæmur finnst mér þetta eins og þráhyggja; ég bara verð að gera þetta. Ég get kannski haldið aftur af mér í stuttan tíma en fæ það svo þrefalt í bakið á mér.“

Rúnar Freyr Rúnarsson. Ljósmynd/Linda Ólafsdóttir f.Akureyri Vikublað
Rúnar Freyr Rúnarsson. Ljósmynd/Linda Ólafsdóttir f.Akureyri Vikublað

Hann segir það jafnframt hafa verið létti þegar hann fékk Tourette greininguna á sínum yngri árum; þar með hafði hann afsökun fyrir kækjunum og gat sagt fólki að kækirnir væru tilkomnir vegna sjúkdóms. Hann segir álag og stress hafa minnkað mikið eftir að han skipti um skóla- og þar með minnkuðu kækirnir,“

segir Rúnar en sonur hans er einnig greindur með heilkennið. Hans einkenni eru þó ekki jafn slæm og þau sem Rúnar hafði og segir Rúnar son sinn hafa sloppið við stríðni af hálfu skólafélaganna.

„Ég hafði samviskubit því hann erfði þetta frá mér og ég hafði áhyggjur af því að hann myndi ganga í gegnum það sama og ég; stríðni og leiðindi. Sem betur fer hafa þær áhyggjur reynst ástæðulausar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi