„Ég var með missed call frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni og ég er búin að vera taugahrúga,“ segir lögfræðingurinn Brynhildur Bolladóttir í færslu á Twitter. Brynhildur segist hafa hafist handa við að skoða allt sem hún hafi skrifað á netið enda Vilhjálmur þekktur fyrir að lögsækja einstaklinga vegna umdeildra ummæla.
Áhyggjur hennar reyndust þó óþarfar því þegar hún hringdi til baka kom í ljós að Vilhjálmur hafði hringt í rangt númer. Vilhjálmur hafði greinilega gaman af færslu Brynhildar sem hann deildi sjálfur á Facebook-síðu sinni. „Nú veit ég hvers vegna enginn svarar símtölum frá mér,“ sagði lögfræðingurinn.