Laugardagur 07.desember 2019
Fókus

Áhorfendur stóðu á öndinni: „Hann er sá eini sem Ben Affleck hefur ekki verið ótrúr“

Ricky Gervais fór á kostum – Lét stjörnurnar heyra það

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. janúar 2016 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski grínistinn Ricky Gervais lét gamminn geisa á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi. Gervais var kynnir á hátíðinni í fjórða sinn og lét hann stjörnur á borð við Mel Gibson, Caitlyn Jenner, Ben Affleck og Sean Penn heyra það.

Gervais sagði til að mynda þegar Matt Damon steig á svið til að kynna mynd sína, The Martian, að hann var sá „eini sem Ben Affleck hefði ekki verið ótrúr“ en myndin The Martian var tilnefnd sem besta myndin í flokki gamanmynda, merkilegt nokk. Hann gerði einnig grín að Mel Gibson líkt og á hatíðinni árið 2010 þegar hann gerði grín að áfengisdrykkju hans. Það grín fór fyrir brjóstið á forsvarsmönnum NBC sem tóku grínistann á teppið.

„Ég sagði brandara um áfengisneyslu Mel Gibson. Við höfum öll gert það. Ég var ekki að dæma hann en núna er ég í þeirri einkennilegu aðstöðu að þurfa að kynna hann aftur. Þetta er örugglega vandræðalegt fyrir okkur báða en ég kenni NBC um. Mér líður enn illa yfir þessu en Mel er víst búinn að gleyma þessu. Það er víst það sem áfengisneysla gerir. En mig langar að segja eitthvað gott um Mel svo hér kemur það: Ég myndi frekar fá mér drykk með honum einn inni á hótelherbergi en með Bill Cosby.“

Þá gerði hann grín að Caitlyn Jenner, áður Bruce Jenner, sem var talsvert í sviðsljósinu á síðasta ári. „Þvílíkt ár sem hún átti. Hún er orðin að fyrirmynd fyrir transfólk um allan heim, sýndi mikið hugrekki og reif niður staðalímyndir. Verst að hún gerði ekkert fyrir orðspor kvenkyns ökumanna. Þú getur víst ekki gert allt á sama tíma, er það,“ spurði Gervais en sem kunnugt er átti Caitlyn þátt í banaslysi í febrúar í fyrra þegar hún ók aftan á bifreið eldri konu. Bifreið konunnar kastaðist áfram og hafnaði framan á annarri bifreið sem kom á móti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Andrea Bocelli á leið til Íslands – Tónleikar í Kórnum 23. maí

Andrea Bocelli á leið til Íslands – Tónleikar í Kórnum 23. maí
Fókus
Fyrir 2 dögum

Árni bjó á götunni árið 2016: Nú hefur hann opnað sinn eigin veitingastað í Reykjavík

Árni bjó á götunni árið 2016: Nú hefur hann opnað sinn eigin veitingastað í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjöldi kennara neitar að taka þátt – Segja lagaval óviðeigandi: „Ég sit hjá þetta árið!“

Fjöldi kennara neitar að taka þátt – Segja lagaval óviðeigandi: „Ég sit hjá þetta árið!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arna Ýr neitar að hafa stolið styrkjum frá íþróttafólki: „Ég er bara orðin pissed off, pirruð og fúl“

Arna Ýr neitar að hafa stolið styrkjum frá íþróttafólki: „Ég er bara orðin pissed off, pirruð og fúl“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Högni spáir dauða Samherja innan árs: „Þú hringir ekki í gamlan vin til að redda þér úr svoleiðis máli!“

Högni spáir dauða Samherja innan árs: „Þú hringir ekki í gamlan vin til að redda þér úr svoleiðis máli!“