fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

„Ég fór í lostástand og skalf allur“

Sævar Freyr, forstjóri 365, slasaðist illa við sprang í Vestmannaeyjum – Hugsaði bara um dæturnar – Fóturinn hangir saman á 12 skrúfum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er búinn að vera alveg bæklaður síðan í júní í fyrra,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, sem slasaðist illa við sprang.

Hann var staddur í Vestmannaeyjum þar sem dóttir hans tók þátt í fótboltamóti og hún var mjög spennt fyrir því að fá að prófa að spranga. Sjálfur var Sævar ekki alveg ókunnur íþróttinni. Hann hafði nefnilega fengið að prófa ári áður. „Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tók á móti mér og tveimur öðrum gestum og kenndi okkur að spranga. Mér fannst ég því vera orðinn svo rosalega klár að ég ákvað að fara ekki í barnastærðina, heldur hæðina þar fyrir ofan,“ segir Sævar, en fjölskyldan fór að spranga eftir fótboltamótið ásamt vinafólki. „Ég var búinn að fara nokkrar ferðir sem höfðu gengið vel, en var byrjaður að þreytast. Svo kom ég að klettunum í eitt skipti og náði ekki að stöðva mig, þannig að ég komst í sjálfheldu og hékk í lausu lofti í reipinu. Ég náði ekki að komast að klettunum og eina leiðin niður var að fara niður reipið. Ég hafði ekki vit á því að nota fæturna á leiðinni niður – hélt að handaflið myndi duga,“ útskýrir Sævar. En það dugði ekki til. Eftir að hafa reynt að fikra sig niður reipið missti hann takið. „Ég reyndi að grípa aftur í reipið og braut tvo fingur við það. Þessi fingur fór alveg í 90 gráður,“ segir hann, réttir fram höndina og togar í baugfingurinn.

Hér má sjá járnvirkið í fæti Sævars. Um er að ræða tólf skrúfur og nagla og tvær járnplötur sem halda fætinum saman.
Fóturinn Hér má sjá járnvirkið í fæti Sævars. Um er að ræða tólf skrúfur og nagla og tvær járnplötur sem halda fætinum saman.

Fóturinn splundraðist

„Í fallinu lenti ég ansi illa. Þau sem voru með mér sáu hvernig fóturinn gekk allur til. Það brotnuðu báðar pípurnar í sundur og beinið fyrir neðan vinstra hnéð splundraðist í 50 til 60 búta.“ Sævar tekur fram símann og sýnir blaðamanni röntgenmynd sem hann á af fætinum eftir að búið var að tjasla honum saman með skrúfum og járnplötum. Þetta er mikið víraverk sem Sævar kemur til með að vera með í fætinum um ókomna tíð, ef allt gengur vel. „Þetta eru tólf naglar og skrúfur og tvær plötur sem halda þessu saman.“

Fallið var líklega ekki mikið meira en tveir metrar, en Sævar lenti mjög illa með fyrrgreindum afleiðingum. Hann segist ekki hafa náð að leiða hugann að ástandinu á sjálfum sér þar sem hann lá mölbrotinn á jörðinni eftir fallið. Hann hafði bara áhyggjur af því að dætur hans þyrftu að horfa upp á þetta. „Ég upplifði aldrei sársauka heldur fór í lostástand og skalf allur. Þetta var óstjórnlegur skjálfti sem ég réði illa við. Mér leið svo illa yfir því að dætur mínar væru að horfa á mig svona. Þær brugðust við á mismunandi hátt. Önnur grét og fór að klettunum. Hún átti mjög erfitt með þetta. En þessi eldri vildi hlýja mér og hélt undir höfuðið á mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann