fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Þórdís var 8 ára þegar martröðin byrjaði – „Hann fór að kenna mér klámvísur en fór svo að snerta mig og misnota“

Fókus
Mánudaginn 17. mars 2025 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Ísfeld Árnadóttir er 56 ára kona að austan sem hefur nýlega fengið einhverfugreiningu, sem hefur útskýrt margt. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Þórdís ólst upp hjá ömmu sinni og afa en foreldrar hennar unnu bæði úti. Hún segir að í seinni tíð hafi hún komist að því að móðir hennar hafi verið í miklu ójafnvægi á meðgöngunni með hana og líklega ekki náð að tengjast henni vel.

„Mamma hefur bara tekið einu sinni utan um mig. Auðvitað er það erfitt en ég elska hana mjög mikið. Hún er ofsalega lokuð,“ segir hún.

Þegar hún var átta ára gömul byrjaði hræðilegt tímabil í lífi Þórdísar.

„Vinur afa míns, vinafjölskylda minnar fjölskyldu, byrjaði að misnota mig. Misnotkunin byrjaði með því að hann fór að kenna mér klámvísur en fór svo að snerta mig og misnota. Þetta stóð yfir í tvö ár,“ segir hún.

Ellefu ára byrjaði Þórdís að drekka. „Ég sagði pabba mínum frá þessum árum fyrir ekki svo löngu síðan og hann sagði mér að þetta útskýrði margt hvað varðar mína hegðun á þessum árum.“

Hræðilegt áfall

Unglingsárin einkenndust af drykkju og áföllum. Hún var lögð í mikið einelti alla sína skólagöngu og passaði aldrei inn í normið.

„Fimmtán ára var ég að drekka í beituskúr með vinum mínum. Ég var slegin í höfuðið og rotaðist. Ég rankaði við mér við hræðilegan sársauka, þá var verið að nauðga mér í endaþarm.“

Þórdís leitaði seinna meir í sambönd með ofbeldismönnum. Áföllin hafa litað líf hennar mikið, bæði á meðan hún var í neyslu en einnig síðustu ár. Þórdís hefur verið í bata frá fíknisjúkdómi í 35 ár en farið edrú í gegnum ansi mörg áföll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“