fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
Fókus

Íris Líf fékk greiðslumat upp á 100 milljónir – Féll ekki í gryfjuna og gerði þetta í staðinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 17. febrúar 2025 14:04

Íris Líf féll ekki í skuldagryfjuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókarinn og athafnakonan Íris Líf Stefánsdóttir og eiginmaður hennar fóru í gegnum greiðslumat fyrir tveimur árum og fengu greiðslumat upp á 100 milljónir, en þau ákváðu að nýta það ekki.

Á þessum tíma voru þau að selja eign og kaupa aðra, og frekar en að kaupa eign upp á hundrað milljónir ákváðu þau að fara aðra leið.

„Við ákváðum að kaupa íbúð sem var tveimur milljónum krónum dýrari en þessi sem við vorum að selja. Hún kostaði 60 milljónir í staðinn fyrir að maxa algjörlega lánshæfið okkar og fara að greiða miklu meira heldur en að okkur langaði að gera.“

Íris segir fjölskylduna búa í mjög notalegri íbúð á góðum stað. „Alls ekki Instagram-væn íbúð. Þetta er 70 ára gamalt hús með upprunalegu baðherbergi, upprunalegu þvottahúsi og það er bara geggjað. Mér líður bara rosa vel og finnst ekki að ég þurfi að búa einhvers staðar af því að ég get það, mér finnst ég ekki þurfa að keyra um á ótrúlega flottum bíl af því að ég get það. Ég sit bara hérna inni í gestaherbergi hjá mér að borða súrmjólk og seríós á Hvolpasveitadisk,“ segir hún.

„Stærra hús og stærri bíll, þetta er ekki að fara að veita þér meiri hamingju. Þetta er ekki það sem vantar í líf þitt, af því að ef þú ert ekki hamingjusamur þarftu að finna hana einhvers staðar annars staðar, hún kemur ekki með hlutum og hvað þá með skuldsetningu.“

@irislifstefans Þegar þú ert að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn þá virkar þetta aðeins öðruvísi og mjög eðlilegt að þurfa að skuldsetja sig í botn #íslenskt #fyrirþig #fjármál #peningar #fasteignir ♬ original sound – Íris Líf | Digital Nomad

Íris er 24 ára, búsett í Garðabæ en er úr Borgarnesi. Hún og maðurinn hennar eiga þriggja ára dóttur. Hún heldur úti TikTok-síðu þar sem hún deilir alls konar fróðleik, hugmyndum og ráðum.

„Í grunninn er ég bara gella sem elskar peninga,“ segir hún í samtali við DV.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fjármálum og starfa sem bókari og er að opna bókhaldsstofuna Accounta. Og ég er líka með nýsköpunarfyrirtæki sem heitir Virkum og snýst um að búa til sjálfvirk drög að tölvupóstum út frá því hvernig fólk hefur svarað tölvupóstum áður.“

Íris segir að það hjálpi að vera nísk. „Ég á rosalega erfitt með að eyða peningum þannig að spara kemur rosalega auðveldlega til mín,“ segir hún.

Sniðug lausn

Íris nefnir í þessu samhengi nýja vöru hjá Aurbjörgu, Eignavaktin, og vill vekja athygli á henni fyrir fólk í fasteignahugleiðingum.

„Þetta snýst um að vera bara að skoða eignir sem eru á því verði sem þú ræður við,“ segir hún.

Hún fer nánar yfir það í myndbandinu hér að neðan.

@irislifstefans Eignavakt Aurbjargar er algjör game changer fyrir alla í fasteignahugleiðingum og fyrir okkur sem að elskum að fylgjast grannt með fasteignamarkaðinum 👀 Getur fengið 2f1 af áskrift hjá Aurbjörgu til þess að prófa eignavaktina í link í bio hjá mér | Samstarf með Aurbjörgu #íslenskt #fyrirþig #fjármál #aurbjörg #fasteignir ♬ original sound – Íris Líf | Digital Nomad

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikstjórinn gæti fengið 90 ára dóm fyrir að svíkja Netflix

Leikstjórinn gæti fengið 90 ára dóm fyrir að svíkja Netflix
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jeff Baena sendi Aubrey Plaza skilaboð þremur tímum áður en hann svipti sig lífi

Jeff Baena sendi Aubrey Plaza skilaboð þremur tímum áður en hann svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja Markle sífellt að þykjast fyrir samfélagsmiðla – „Hún er gangandi svindl“

Segja Markle sífellt að þykjast fyrir samfélagsmiðla – „Hún er gangandi svindl“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Árni Björn segir viðbrögðin við viðtalinu sýna hvað karlmenn svífast einskis – „Plís, hafðu eitthvað smá fram að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína“

Árni Björn segir viðbrögðin við viðtalinu sýna hvað karlmenn svífast einskis – „Plís, hafðu eitthvað smá fram að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Simmi Vill sendi Einari Bárðar fallega kveðju – „Það vita allir að þú ert traustur vinur“

Simmi Vill sendi Einari Bárðar fallega kveðju – „Það vita allir að þú ert traustur vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikkona sakar hertogahjónin um að vera atvinnufórnarlömb – „Það er árið 2025 og enginn nennir fórnarlömbum lengur“

Leikkona sakar hertogahjónin um að vera atvinnufórnarlömb – „Það er árið 2025 og enginn nennir fórnarlömbum lengur“
Fókus
Fyrir 1 viku

Leikarinn nær óþekkjanlegur – Segir að þyngdartapið hafi ekki verið það erfiðasta

Leikarinn nær óþekkjanlegur – Segir að þyngdartapið hafi ekki verið það erfiðasta