Í ljósi sífellrar umræðu um skort á sýnileika kvenna í íslensku tónlistarsenunni hefur KÍTÓN sett á laggirnar 5 lagalista sem innihalda einungis tónlist með konur og kvár á kredit-listanum. Lagalistarnir birtast á Spotify á tónleikadegi, 23. október. Viðburðurinn er einnig hluti af dagskrá Kvennaárs – 50 ár frá fyrsta kvennafrídeginum.
Dagskrá:
19:30 – Hús opnar
20:00 – RAKEL
20:45 – Lúpína
21:30 – Gugusar
22:15 – DJ Tatjana
23:00 – Hús lokar
Frítt er inn á viðburðinn en KÍTÓN tekur við frjálsum framlögum og stendur einnig fyrir bolasölu á viðburðinum.
KÍTÓN eru óhagsmunadrifin samtök sem standa vörð um hagsmuni, réttindi, sýnileika og tækifæri kvenna, kynsegin- og trans fólks í íslensku tónlistarsenunni ásamt því að stuðla að samstöðu, valdeflingu og tengslum þeirra í tónlist á Íslandi.
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Heineken og Iðnó.
Um hönnun og útlit viðburðsins og lagalistanna sá Ísabella Rós Þorsteinsdóttir.