fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“

Fókus
Miðvikudaginn 15. október 2025 10:50

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk svakalegt áfall þegar ég opnaði tölvuna og sá mjög ungar naktar konur. En viðbrögð sonar míns þegar ég krafðist svara frá honum um málið vöktu enn meiri áhyggjur.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.

Konan er 49 ára og á eitt barn, sautján ára son. Hún rifjar upp þegar hún stormaði inn í herbergi hans og spurði af hverju í ósköpunum honum þætti í lagi að horfa á svona gróft klám í heimilistölvunni.

„Ég sá mjög fljótt eftir viðbrögðum mínum en það var greinilegt að hann hafði ekki hugmynd um hvað ég var að tala. Og við áttuðum okkur bæði á því hver væri sökudólgurinn,“ segir konan.

Eiginmaður hennar (annað hjónaband) er 52 ára.

„Ég fór aftur í tölvuna og skoðaði vafrasöguna og það var mjög augljóst mynstur. Flest kvöld, um leið og ég og sonur minn fórum að sofa, skráði eiginmaður minn sig inn á klámsíðu í um 20 mínútur.

Þetta var nógu slæmt þegar ég hélt að sonur minn hafi verið að verki en mér finnst skelfilegt að hugsa til þess að eiginmaður minn, sem á tvær dætur úr fyrra hjónabandi sem eru nýlega tvítugar, hafi verið að horfa á unglingaklám. Þessar konur í kláminu voru ekki mikið eldri en 16 ára. Hann er klárlega nógu gamall til að vera pabbi þeirra. Þetta er niðurlægjandi og óhugnanlegt.

Skyndilega meikaði þetta allt sens, undanfarið ár höfum við ekkert stundað kynlíf og hann ekkert viljað það.“

Konan talaði við eiginmann sinn um málið. „Hann virkaði mjög skömmustulegur og vandræðalegur. Hann lofaði að gera þetta ekki aftur en ég hef áhyggjur af því að hann verði bara betri í að fela það.

Sonur minn neitar að tala við hann og andrúmsloftið heima er hræðilegt.“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er skiljanlegt að þessi uppgötvun kom þér og syni þínum í uppnám. Því miður hefur klámfíkn áhrif á mörg sambönd. Margir fullorðnir einstaklingar, oftast karlmenn, verða háðir klámi og minnkar það löngun þeirra í kynlíf með maka. Enda er klámiðnaðurinn byggður á þessu og framleiðir sífellt grófara efni.

Ef eiginmaður þinn er í alvöru tilbúinn að sigrast á þessu og hætta og þið bæði tilbúin að endurbyggja traust, þá kannski náið þið að bjarga hjónabandinu.

Þú þarft líka að biðja son þinn afsökunar að hafa ásakað hann og eiginmaður þinn þarf að vera opinn um klámfíknina við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Í gær

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona var líkamlegt ástand hennar eftir að hún svaf hjá yfir þúsund karlmönnum

Svona var líkamlegt ástand hennar eftir að hún svaf hjá yfir þúsund karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa hætt frekari barneignum ef sonurinn hefði fæðst fyrstur

Segist hafa hætt frekari barneignum ef sonurinn hefði fæðst fyrstur