fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fókus

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

Fókus
Mánudaginn 13. október 2025 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem áður var í yfirþyngd lýsir því hvernig hún hefur nú „óbeit“ á fólki í yfirþyngd eftir að hún léttist um 20 kíló með aðstoð þyngdartapslyfsins Mounjaro. Hún segir að um sé að ræða hvimleiða „aukaverkun“ sem hún getur ekki talað um við aðra, því aðrir munu dæma hana fyrir að hugsa svona.

Konan kallar sig Lillie Woodall, en það er ekki hennar raunverulega nafn, og lýsir raunum sínum í pistli á Daily Mail.

Lillie viðurkennir að hún sé „dómhörð fyrrum feit kona“ sem á erfitt með að halda aftur af sér þegar hún sér aðra versla óhollan mat í matvöruverslunum. Hana langi helst að ráðleggja öllum í yfirþyngd sem hún rekst á förnum vegi að nota lyf eins og Mounjaro og Ozempic. Hún segir að það hafi breytt lífi hennar, ekki bara líkamlega heldur andlega.

„Ykkur finnst ég kannski hræðileg, og það er örugglega rétt hjá ykkur. Ég hef ekki alltaf verið svona,“ segir Lillie.

„Ég get ekkert af þessu gert. Í hvert skipti sem ég sé manneskju í ofþyngd þá langar mig að spyrja hana af hverju í ósköpunum hún er ekki á Mounjaro eða einhverju öðru þyngdartapslyfi.“

Lillie segist þó vita að þegja frekar en að segja þessa hluti upphátt við aðra.

„Ég man hvernig það var að vera vinkonan í yfirþyngd og heyra yfirlestur frá öðrum,“ segir hún.

Að lokum spyr hún hvort samfélagið sé að færast sífellt nær því að það verði í lagi að fitusmána fólk opinberlega og að lyf eins og Mounjaro eigi sinn þátt í því.

„Kannski með tímanum munum við hætta að skammast okkar fyrir að hugsa svona og að fitusmána aðra, en verður samfélagið betra? Ég held ekki, þrátt fyrir að ég sé ánægð í þessum nýja líkama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi
Fókus
Í gær

„Ímyndunarafl hans og sköpunargleði var mér mikil hvatning“

„Ímyndunarafl hans og sköpunargleði var mér mikil hvatning“