fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fókus

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Fókus
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 14:38

Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti athygli í vikunni með Tenerife-gagnrýni sinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti því yfir í viðtali í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars, að Tenerife væri hræðilegur staður sem hún hygðist aldrei aftur heimsækja.

„Algjört ofmat. Þetta er hræðilegasti staður á jörðu. Ég fór til Tenerife um páskana 2022 og ég bíð þess ekki bætur. Þetta er hræðilegasti staður á jörð. Veistu það, ég ætla aldrei aftur að fara þarna.“ Líkti hún eyjunni við Las Vegas þar sem allt væri yfirborðskennt og falskt.

Á samfélagsmiðlum mátti sjá mikla umræðu um yfirlýsingu leikkonunnar og sýndist sitt hverjum. Harðir aðdáendur paradísareyjunnar voru allt að því móðgaðir á meðan aðrir voru hreinlega sammála.

Nú hefur flugfélagið Play stokkið inn í umræðuna og boðið Katrínu Halldóru ókeypis flug á annan áfangastað flugfélagsins með því skilyrði að hún hendi í sambærilega úttekt á staðnum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu félagsins.

„Við hjá PLAY elskum Tenerife eins og svo margir, en skiljum vel að eyjan fagra sé ekki fyrir alla. Þess vegna bjóðum við upp á svo marga aðra skemmtilega og áhugaverða áfangastaði. Til dæmis eyjuna Madeira sem er kölluð Havaí Evrópu, hina undurfögru spænsku borg Valencia, sjarmatröllið Porto í Portúgal og Marrakesh í Marokkó. Ef þú vilt vera nokkuð viss um að hitta engan sem þú þekkir mælum við með króatísku perlunni Pula. Þar er til dæmis útilokað að finna íslenska matseðla á veitingahúsum.

Við viljum endilega úttekt frá Katrínu Halldóru á einhverjum ofangreindra áfangastaða félagsins og bjóðum henni hér með far með rauðu skutlunni fram og til baka! Katrín Halldóra Sigurðardóttir hafðu samband við þjónustuteymi PLAY til að bóka flugið þitt,“ segir í tilkynningunni.

Nú er að sjá hvort leikkonan stökkvi á tilboðið og skipi sér sess sem helsti ferðagagnrýnandi þjóðarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir Biöncu Censori rýfur þögnina um skandal dóttur sinnar

Móðir Biöncu Censori rýfur þögnina um skandal dóttur sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést
Fókus
Fyrir 3 dögum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Draumey Aradóttir með nýja ljóðabók – Útgáfuteiti á Norðurbakkanum

Draumey Aradóttir með nýja ljóðabók – Útgáfuteiti á Norðurbakkanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum