fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Fasteignakapall Bennifer – Íbúðin á Manhattan loksins seld og eiginmaðurinn kaupir glæsivillu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í miðjum mögulegum skilnaðarstormi hefur stórstjarnan Jennifer Lopez loks fengið jákvæða niðurstöðu í sölu hennar á þakíbúð hennar í Madison Square Park. Íbúðin er seld eftir að hafa verið á markaðinum í sjö ár. New York Post greindi frá því að íbúðin hefði selst fyrir 23 milljónir dala í síðustu viku. Íbúðin er meðal annars með fjögur svefnherbergi, 7 og hálft baðherbergi, einkalyftu, starfsmannaíbúð og nokkrar verandir. Ekki var greint frá nafni kaupanda.

Lopez keypti íbúðina árið 2014 og setti hana á sölu þremur árum seinna á 27 milljónir dala og var íbúðin síðan margoft tekið úr sölu og sett aftur á sölu. Árið 2022 var hún auglýst á 25 milljónir dala og seldist að lokum fyrir 23 milljónir dala. Samkvæmt New York Post vildi Lopez selja þar sem lítill skortur væri á næði fyrir ofan iðandi mannlíf Madison Square Park. 

Whitman byggingin er aðeins sex hæða há og fyrir verðmiðann sem Lopez setti á hana gæti þeim sem nóg eiga af peningum ekki þótt íbúðin vera nógu hátt uppi. Byggingin er einnig inn á milli tveggja miklu hærri bygginga og jafnframt sú stysta af þeim.

Sjá einnig: J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

Á sama tíma hefur eiginmaður Lopez, leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck keypt glæsilega villu fyrir 20,5 milljón dala í Pacific Palisades í Los Angeles, hús sem er ekki langt frá heimili fyrrum eiginkonu hans og barnsmóður og þriggja barna þeirra. Húsið er meðal annars með  fimm svefn­her­bergi, sex baðher­bergi, stórt og bjart eld­hús, rúm­góða stofu og glæsi­legt úti­svæði. 

Hjónin settu einbýlishús sitt í Bever­ly Hills á sölu fyrr í mánuðinum, en nær daglega birta fjölmiðlar vestanhafs fréttir af yfirvofandi skilnaði þeirra. Húsið er verðlagt á 68 millj­ón­ir dala, sem er sjö milljónum meira en þau keyptu það á snemma árs 2023.

Sjá einnig: Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“