fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sorglegur raunveruleiki Jay Leno í erfiðum veikindum eiginkonunnar

Fókus
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn og bíladellukarlinn Jay Leno á ekki sjö daganna sæla eftir að eiginkona hans til rúmlega 40 ára, Mavis Leno, greindist með alvarleg elliglöp.

Hann hefur sótt um að vera gerður að lögráðamanni konu sinnar sem sé ekki lengur fær um að fara með fjármál sín. Samkvæmt beiðni sem sjónvarpsmaðurinn lagði fram fyrir dómstólum vill hann koma eignum konu sinnar í sérstakan sjóð til að tryggja umönnun hennar ef hann skildi falla frá á undan henni.

Í dómskjölum kemur fram að suma daga þekki Mavis ekki mann sinn og man ekki hvenær hún á afmæli. Hún sé mjög ráðvillt og tali mikið um foreldra sína sem létust fyrir löngu síðan. Þrátt fyrir veikindin hafi Mavis þó haldið heillandi persónutöfrum sínum.

Þau hjónin hafi allar götur verið samheldin og átt ást- og stuðningsríkt samband. Mavis líti á mann sinn sem verndara sinn og treysti honum alfarið. Hún sé ekki mótfallin því að maðurinn hennar verði skipaður lögráðamaður heldur styður við beiðnina.

Með beiðninni fylgdi vottorð frá taugalækni Mavis sem segir að Jay sé góður maður sem komi fram við konu sína eins og drottningu.

Fallist dómstólar á beiðnina mun Jay fara með ákvörðunarvald fyrir konu sína innan þeirra marka sem lögráðafyrirkomulaginu verður markað. Dómstólar reyna í málum sem þessu að gæta að meðalhófi og takmarka sjálfsákvörðunarvald einstaklinga eins lítið og hægt er. Hins vegar er talið að í þessu máli sé ljóst að ástand Mavis muni ekki batna heldur þvert á móti versna.

Jay hefur óskað eftir því að kona hans verði ekki kölluð inn í dómsal til að gefa skýrslu þar sem slíkt gæti haft neikvæð áhrif á heilsu hennar. Hún eigi erfitt með að átta sig á aðstæðum og geti upplifað óöryggi og ótta.

Fyrir nokkru lenti Jay í alvarlegu slysi á heimili sínu eftir að það kviknaði í eldsneyti í bílskúr hans á meðan hann var að gera við einn bíl sinn. Mavis stóð þétt við hlið hans í gegnum batann en á sama tíma var farið að bera á veikindum hennar.

Líklegt má því telja að Jay hafi eftir slysið viljað tryggja að ef svo illa færi að hann falli frá, þá muni kona hans fá bestu umönnun sem í boði er. Elliglöp og aðrir sjúkdómar sem hafa áhrif á minni eru gífurlega erfiðir fyrir sjúklinga sem og aðstandendur. Þegar ástvinur hættir að þekkja maka sinn til áratuga og dýrmætar minningarnar verða sjúkdóminum að bráð.

Jay greindi frá því eftir slysið að eftir brunan hafi hann fyrst viljað fara heim til að vitja konu sinnar, áður en hann færi á sjúkrahúsið. Hún gæti ekki keyrt sjálf og hann vildi ekki hugsa til þess að hún væri föst heima og vissi ekki hvað væri að gerast. Aðspurður svaraði hann játandi að hann elskaði konu sína meira en hann óttaðist um eigin heilsu.

Hann hefur sagt lykilinn að farsælu hjónabandi felast í því að hann hafi verið konu sinni trúr og traustur. En öllu gríni sleppt þá sé leyndarmálið eftirfarandi:

„Ég segi strákunum alltaf þegar þeir kynnast konu: Giftist samviskunni ykkar. Giftist einhverjum sem er manneskjan sem þið vilduð að þið væruð og þá mun allt ganga upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“