fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Fókus

„Þú sérð okkur þó þú hafir ekki upplifað þetta”

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 19:30

Anja og Linda Sæberg Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anja Sæberg var 12 ára, í 7. bekk þegar mamma hennar, Linda Sæberg, greindist með brjóstakrabbamein og var Anja fyrst rosalega hrædd um að mamma hennar væri að fara deyja. 

„Ég man bara eftir því að vakna um morguninn og koma fram í stofu, þá situr mamma á sófanum og segist þurfa að tala við mig. Hvað er að gerast, skilurðu?“ 

Linda segir að dóttir hennar þekki hana það vel að hún gæti ekki farið í gegnum marga daga án þess að segja dóttur sinni frá krabbameininu.

„Fyrsta hugsun mín var, mamma er að fara að deyja. Hvað á ég að gera? Hvað á hún að gera? En það er fólk þarna úti sem er að ganga í gegnum það sama og ég og bara að vita að þau eru þarna og að þau séu að nýta sér Kraft er magnað fyrir mér.“

Lífið er núna dagurinn er í dag en dagurinn er haldinn annan fimmtudag í febrúar ár hvert. Tilgangur dagsins er að minna fólk á að staldra aðeins við njóta líðandi stundar og gefa sér tíma. Einnig er tilvalið að nýta daginn og láta gott af sér leiða, hrósa fólki og sjálfum sér. Nota spari- stellið og peysuna sem þú ætlaðir alltaf að nota við ákveðið tilefni. Tilvalið að hafa leynivinaleik á vinnustöðum, pepp- eða hrós dag.

Ekki bíða eftir mómentinu, búðu það til á Lífið er núna daginn.

Til að fagna þessum degi hvetur Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, fólk og vinnustaði að gera appelsínugula litnum hátt undir höfði, brjóta upp daginn, skapa minningar með sínu besta fólki og minna hvort annað á að Lífið er núna.

Sér eftir að hafa ekki nýtt sér þjónustu Krafts betur

Linda fór í aðgerð, lyfja- og geislameðferð og Anja var eins mikið hjá henni og hún gat í ferlinu. Anja var viss um að hún gæti bara dílað við allar tilfinningarnar sjálf og þyrfti ekki að tala við neinn og þyrfti enga aðstoð. En í dag fimm árum eftir að mamma hennar greindist segist hún enn sjá eftir því að hafa ekki nýtt sér Kraft meira og tekið við allri þeirri hjálp sem er í boði.

Linda vissi hins vegar strax að hún þyrfti á jafningjastuðningi að halda og nýtti sér Kraft og allt það sem er í boði. Hún segir að greiningin og þessi lífsreynsla hafi í grunninn breytt henni á ótal margan hátt og í dag standi hún stolt, komin í stjórn Krafts og hefur tekið þátt í ýmsu í starfi félagsins. Linda ákvað strax í byrjun að vera opinská um veikindin og það sem væri að ganga á því hún var viss um að það gæti nýst öðrum.

Staðfastar í að vera opinskáar og duglegar

Linda hefur nú klárað fimm ára eftirlitið og segist því vera búin með þennan kafla í lífinu og eru þær mæðgur staðfastar í að halda áfram að vera opinskáar og duglegar að tala um hlutina því það geti hjálpað þeim og öðrum.

„Og þegar ég veit af fólki sem er með armböndin en á samt engan náinn ættingja eða aðstandenda sem hefur fengið krabbamein, þá finnst mér það: „Þú sérð okkur þó þú hafir ekki upplifað þetta,“ segir Linda.

Mæðgurnar segja að það að sjá aðra með armböndin skiptir þær miklu máli því að þegar þær sjá aðra með þau þá finna þær fyrir samhug annarra eða eins og Anja segir: „Mér finnst þetta gullfallegt samfélag sem myndast í kringum þetta eina armband.“

Heimasíða Krafts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Trítaðu þína konu“

Vikan á Instagram – „Trítaðu þína konu“