fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Brotnaði niður þegar hún ræddi viðbrögð Milano – Fjölskyldan svipt afkomunni því „einhver annar vildi vera á toppnum“

Fókus
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem eru eldri en tvívetra muna líklega eftir nornaþáttunum Charmed þar sem áhorfendur fylgdust með ástum og örlögum þriggja systra sem gerðu sitt besta til að lifa eðlilegu lífi samhliða því að bjarga heiminum frá hinu illa. Merkilegt hvað heimurinn einskorðast alltaf við Bandaríkin í svona hetjusögum, en það er önnur saga.

Þetta voru systurnar Prue, Piper og Pheobe Halliwell, til að byrja með. Ágreingur á tökustað þáttanna varð til þess að elsta systirin, Prue, hlaut svipleg örlög þar sem leikkonan sem fór með hlutverk hennar var rekin. Þetta var leikkonan Shannen Doherty sem hafði áður vakið athygli þegar hún var rekin úr unglingadramanu Beverly Hills 90210 fyrir að vera erfið viðureignar. Hennar í stað kom leikkonan Rose McGowan sem fór með hlutverk áður óþekktu fjóður systurinnar, Paige.

Milano bregst við ásökunum

Til að Doherty héldi sjálfsvirðingunni var tilkynnt að hún hafi ákveðið að hætta en núna skrilljón árum síðar hefur hún loks opinbera að raunin var önnur. Meðleikkona hennar Alyssa Milano hafi ekki þolað alla þá athygli sem Doherty fékk og eins hafi leikkonurnar verið að keppast um vináttu leikkonunnar Holly Marie Combs sem fór með hlutverk þriðju systurinnar. Að lokum hafi Milano vikið sér að framleiðendum og sagt að annað hvort yrði Doherty rekin eða Milano myndi sjálf hætta og samhliða stefna framleiðendum fyrir að ala á eitraðri vinnustaðamenningu.

Það var svo um helgina sem Milano svaraði loksins fyrir þessar ásakanir. Hún furðaði sig á því að þetta mál sé enn til umræðu, enda rúmir tveir áratugir síðan atvik áttu sér stað. Hún hafi ekki haft valdið til að láta reka einn né neinn og mál sé að linni.

Hún hafði valdið

Eins og góðu drama sætir þá hafa bæði Doherty og Combs svarað svari Milano. Combs stendur þátt við bakið á Doherty og sakar Milano um lygar.

Combs sagði:

„Mér finnst ég þurfa að verja mig eftir þessar stöðugu árásir sem hafa átt sér stað síðan Alyssa steig fram á sviðið og í grófum dráttum kallaði Shannen og mig lygara, eftir að hafa verið spurð einfalda spurningu um hvernig það hafi verið að vinna með Rose.“

Combs hélt áfram og sagði að hvorki hún né Doherty væru að glíma við falskar minningar eða að endurskrifa söguna með nokkrum hætti. Þetta hafi verið þeirra upplifun og þeirra sannleikur. Þó svo aðdáendur Milano kæri sig ekki um að heyra af þessari hlið átrúnaðargoðs síns þá breyti það ekki sannleikanum. Vissulega sé löngu liðið, en Doherty hafi ekki verið tilbúin að opna á málið fyrr en nú og hversu langur tími er liðinn geti ekki lagt þá skyldu á herðar hennar að halda áfram að lifa í lyginni. Nú sé löngu ljóst að engar sættir séu að fara að nást milli þeirra Combs, Doherty og Milano og það sé fáranlegt að Milano vísi ásökunum á bug með vísan til þess að hana hafi skort valdið til að láta reka nokkurn.

„Leyfið mér að útskýra hvað hún hafði vald til að gera. Hún hafði valdið til að stöðva framleiðslu þegar henni sýndi. Hún hafði valdið til að sleppa því að ræða við sáttamiðlara/sálfræðing sem var fenginn á tökustað til að vernda hagnað hagaðila þáttanna. Og þegar framleiðendur sögðu OK við skulum reka Shannen, þá hafði Alyssa líka valdið til að segja – Nei það er ekki það sem ég vildi. Það gerði hún ekki. Hún hafði valdið til að segja nei alveg eins og Shannen hafði svarað nei ég vil ekki láta skipta Alyssu út þegar henni var boðið sama val.“

Milano hafi skilið vel hvað starfið þýddi fyrir Shannen sem hafði fjölskyldu á framfæri, alveg eins og Milano sjálf.

„Það er sárt að skrifa þetta, en þetta var hörmulegt þá og er það enn.“

Combs segir að framleiðendur þáttanna beri líka ábyrgð á hvernig fór. Þeir hafi reynt hvað þeir gátu til að egna til ófriðar. Það hafi verið í þeirra hag að ala á sundrung, því sameinaðir standa en sundraðir falla.

Brotnaði niður í pallborði

Doherty tjáði sig um svar Milano um helgina, en hún var þá í pallborðsumræðum og hreinlega brotnaði niður. Orð Milano hafi verið verulega særandi. Doherty er með fjórða stigs krabbamein og útlitið er ekki gott. Hún sagði:

„Á þessum tíma lífs míns, með þessa greiningu – afsakið ef ég fer að gráta – þar se ég er að berjast við hrottalegan sjúkdóm á hverjum degi, þá er það ótrúlega mikilvægt fyrir mig að sannleikurinn komi fram fremur en sú frásögn sem var samin fyrir mig af öðrum. Við sögðum okkar sannleika og stöndum með honum.“

Doherty beindi orðum sínum til Milano og sagði hana vita vel að enginn væri að endurskrifa söguna og ekkert væri ýkt eða tekið úr samhengi.

„Ég man staðreyndir málsins eins og þær hafi gerst í gær. Og það sem ég vil segja er að það sem einhver annar gæti kallað drama er raunverulegt áfall fyrir mér, áfall sem ég hef verið að ganga í gegnum í gífurlega langan tíma. Það er bara í gegnum baráttu mína við krabbamein sem ég tók þá ákvörðun að horfast í augu við þetta áfall og vera loksins opin og hreinskilin svo ég megi ná bata frá afkomunni sem var rifin frá mér, afkomunni sem fjölskylda mín var svipt því einhver annar vildi vera á toppnum á kreditlilstanum. Það er sannleikurinn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum