fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fókus

Köttur hleypti íslenskum hesti inn á heimilið – „Ég er að fela mig til að sjá hvort að hann komi inn“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 11:30

Hesturinn kom boðinn inn. Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af íslenskum hesti valsa inn á heimili hefur farið víða á internetinu. Heimiliskötturinn virðist hafa hleypt honum inn.

Myndbandið var tekið upp í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum, á hestabýlinu I Am Glytja. Á býlinu eru sex íslensk hross og DV getur ekki betur séð að hrossið sem fór inn í húsið heiti Hrímnir.

Eigandinn, Robin, birti myndbandið á samfélagsmiðlinum TikTok. En á því sést að kötturinn starir á hestinn, sem er hikandi í fyrstu en lætur svo vaða og fer inn á heimilið.

„Ég er að fela mig til að sjá hvort að hann komi inn,“ heyrist eigandinn segja. Síðan kemur hún að honum bendir honum góðfúslega á að hann sé á vitlausum stað og vísar honum aftur inn í hesthúsið, sem er í viðbyggingu.

Í minningu föður sem tók eigið líf

Á býlinu I Am Glytja eru aðeins íslensk hross. Á heimasíðu býlisins kemur fram að tilgangur þeirra sé fyrst og fremst að gleðja fólk.

@iamglytja Will he or wont he? #Wisconsin #wisconsinlife #icelandichorse #horsesoficeland #happyfamily #iamglytja #bossmare #barndominium #breakin #horsesoftiktok #catsoftiktok ♬ original sound – Iamglytja

Faðir Robin, Sam, kenndi henni að umgangast hesta síðan hún var sjö ára gömul. Eftir að Robin giftist bætti hún sífellt fleiri íslenskum hestum við.

„Allt var gott þangað til þann 6. ágúst árið 2018 þegar Robin komst að því að Sam hafði tekið eigið líf. Það voru engin merki um að Sam væri þunglyndur eða einmana. Hann átti stóra fjölskyldu og barnabörn sem elskuðu hann. Við þetta hófust endalausar „hvers vegna“ spurningar og erfiðleikar,“ segir á síðunni.

Ári seinna ákvað Robin að koma á fót samfélagsmiðlasíðum fyrir hrossin á samfélagsmiðlum til að heiðra Sam. „Tilgangurinn er að láta þig brosa eða hlæja. Sérstaklega ef þú áttir slæman dag. Eða að slæmu fréttirnar á skjánum eru yfirþyrmandi,“ segir á síðunni.

Tilgangurinn er að gleðja fólk sem er að glíma við erfiðleika. Mynd/I Am Glytja
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að James sé óþolandi týpa sem kyssti rassa fyrir frægðina

Segir að James sé óþolandi týpa sem kyssti rassa fyrir frægðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afreksmaður rifjar upp óbærilegar þjáningar föður síns – Styður frumvarp um dánaraðstoð

Afreksmaður rifjar upp óbærilegar þjáningar föður síns – Styður frumvarp um dánaraðstoð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð – Þetta gerðist

Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð – Þetta gerðist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varar Íslendinga við eyjunni fögru – „Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife?“

Varar Íslendinga við eyjunni fögru – „Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg bregst við netníði Árna – „Allan minn feril hef ég mætt þessum körlum”

Ingibjörg bregst við netníði Árna – „Allan minn feril hef ég mætt þessum körlum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn“

„Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn“