fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 7. desember 2024 09:00

Svava Kristín Grétarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, var mjög efnilegur íþróttamaður þegar hún var yngri en öllu var kippt undan henni þegar hún lenti í slysi heima hjá sér. Hún var þá um fimmtán ára gömul.

Svava Kristín er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan eða horfðu á hann í heild sinni hér. Þú getur einnig hlustað á Spotify.

video
play-sharp-fill

Svava Kristín er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og spilaði með ÍBV. Hún rifjar upp slysið.

„Ég var að fara að skamma bróður minn, sá yngsti kom grátandi alveg brjálaður yfir því að miðjubróðirinn var að stríða honum og ég ætlaði að drífa mig niður og datt. Það var svona bráðabirgðastigi heima, en við vorum tiltölulega nýflutt í annað húsnæði og ég datt á milli hæða og rankaði við mér þar sem öll fjölskyldan var þarna yfir mér. Eftir það náði ég ekkert að koma til baka, bakið fór í hakk,“ segir hún.

„Það er eitt af því sem ég hef þurft að takast á við í minni sjálfsvinnu, að komast yfir að þetta hafi gerst, og það er allt í góðu. En það var vissulega ógeðslega erfitt að þurfa að hætta í íþróttum og ég átti mjög erfitt með það á þessum tíma.“

Svava Kristín og dóttir hennar, Andrea Kristný.

Datt ekki á réttum tíma

Svava Kristín var mjög efnileg, bæði í handbolta og fótbolta, og finnst erfitt að hugsa til þess að hún hafi þurft að hætta. Hún veltir því fyrir sér hvort þetta hefði farið öðruvísi hefði þetta gerst árum seinna.

„Ef þetta hefði gerst nokkrum árum síðar þá hefði ÍBV eða þjálfarar eða eitthvað viljað halda utan um efnilegan leikmann og passað að ég færi í sjúkraþjálfun og sjá til þess að þetta gerist og eitthvað svoleiðis, en það var ekkert á þessum árum og það er ekki við neinn að sakast nema auðvitað sjálfa mig að hafa ekki sinnt þessu betur. En verandi þarna 15-16 ára, að þurfa að fara í sjúkraþjálfun sjálf og gera þetta allt, átti enga vini í sportinu, það var rosalega auðvelt að hætta,“ segir hún.

„Þetta hefði ekki þurft að enda svona. Ég lenti ekkert í neinu sem að eyðilagði mig fyrir lífsstíð. Þetta var erfitt á þessum tíma að díla við þetta og það hefði verið gaman ef þetta hefði gerst aðeins seinna, því nokkrum árum síðar var komin akademía og miklu meira verið að pæla í yngri krökkum. Ég datt ekki á réttum tíma,“ segir Svava Kristín kímin.

Svava Kristín. Mynd/Instagram

„Ég get margt annað“

Svava Kristín hefur þurft að læra að lifa með bakverkjunum en fann vel fyrir þeim þegar hún var ólétt í fyrra. „Ég var hræðileg á meðgöngunni og ég er alltaf í meðhöndlun. Ég á mjög erfitt með að komast yfir þetta. Ég er alltaf að reyna að styrkja þetta en það kemur alltaf eitthvað bakslag,“ segir hún en er þó alltaf jákvæð.

„Ég er bara fín, ég er ennþá að jafna mig eftir meðgönguna og fæðinguna og það allt. Það fór allt svolítið illa verandi veik fyrir, en nei nei, ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað.“

Hlustaðu á þáttinn á Spotify eða öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgdu Svövu Kristínu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu
Hide picture