fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Hataði Ozempic og útskýrir af hverju – Segir þetta lyf virka miklu betur

Fókus
Mánudaginn 2. desember 2024 12:29

Bonnie Chapman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um Ozempic sem þróað var sem lyf í baráttunni gegn sykursýki en hefur svo reynst byltingarkennt sem megrunarlyf.

Það sem er ekki fyrir alla og hafa sumir stigið fram og sagt að Ozempic hafi alls ekki hentað þeim.

Sjá einnig: Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Ein af þeim er Bonnie Chapman, dóttir sjónvarpsstjörnunnar Dog the Bounty Hunter.

„Ég hataði það,“ segir Bonnie, 25 ára, um Ozempic við E! News.

„Ég gat ekki borðað án þess að verða óglatt. Stundum gat ég ekki borðað neitt, líkami minn hataði lyfið.“

Dog the Bounty Hunter Star Beth Chapman Dies at 51
Foreldrar Bonnie, Beth og Doug. Mynd/Getty Images

Læknir Bonnie stakk upp á því að hún myndi prófa annað þyngdarstjórnunarlyf í staðinn, Tirezepatide, en eftir fyrri reynslu var Bonnie ekki viss.

„Ég var mjög hikandi að prófa eitthvað annað,“ segir hún og bætir við að hún hafi að lokum ákveðið að slá til.

Það lyf fór mikið betur í hana og léttist hún hratt.

„Ég hef verið í yfirþyngd síðan ég var barn,“ segir hún. Bonnie er með PCOS (fjölblöðruheilkenni) og gekk illa að léttast náttúrulega. Hún hafði einnig mikil tilfinningaleg tengsl við mat.

„Ég hef huggað mig með mat nær allt mitt líf,“ segir hún.

Áföllin dundu yfir hana, hún missti móður sína árið 2019 og í apríl 2023 dóu sex gæludýr hennar í bruna.

Betra lyf fyrir hana

Í dag er hún á betri stað og segir Tirezapatide virka vel fyrir hana. Hún segir einnig að aukaverkanirnar séu ekki jafn slæmar.

„Mér var smá óglatt fyrstu vikuna eða fyrstu tvær vikurnar,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið ógleðilyf til að minnka aukaverkanirnar.

„Það hjálpaði, því ég vildi ekki ganga í gegnum það sama og ég gerði með Ozempic.“

Bonnie segir lyfin hafa hjálpað henni að breyta matarvenjum. „Eitt af því sem ég geri mikið af núna er að borða hollt millimál. Eins og grænkálssnakk eða ber,“ segir hún.

Næst á dagskrá hjá Bonnie er að bæta á sig vöðvamassa og viðhalda jafnvæginu að borða til að njóta en ekki til huggunar.

Sjá einnig: Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“
Fókus
Fyrir 3 dögum

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið