fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fókus

Meghan sögð brjáluð út í Victoriu Beckham

Fókus
Föstudaginn 22. nóvember 2024 22:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Markle og Victoria Beckham eru ekki lengur vinkonur. Frá þessu greinir The New York Post sem segir fyrrum vinkonurnar ekki hafa nokkur áhuga á að sættast.

Meghan og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, voru áður góðir vinir tískudrottningarinnar og fótboltakappans, Victoriu og David Beckham, en ekki lengur. Victoria er sögð upptekin af öðru og það sé ekki ofarlega í forgangsröðinni hjá henni að púkka upp á vinskapinn. Victoria er að taka upp Netflix þætti sem munu sýna frá lífi henna þar sem hún fléttar saman feril sinn í tísku og snyrtivörusölu, fjölskyldulífið og sviðsljósið.

Meghan mun vera brjáluð yfir þessum þáttum sem verði í beinni samkeppni við hennar eigin þætti sem eins verða sýndir á Netflix og fjalla um líf Meghan þar sem hún reynir að byggja upp lífsstílsmerki sitt, American Riviera Orchard.

„Ég held þær muni bara sættast ef þær rekast á hvor aðra fyrir tilviljun, sem ég er ekki viss um að þær muni gera. Ég sé ekki fram á að lífið leiði þær saman á ný,“ sagði fjölmiðlakonan Ingrid Seward í samtali við the Sun. „Ég held að Beckham hjónin hafi viljandi stigið frá Meghan og Harry, fyrir þessar augljósu ástæður sem við þekkjum all, Meghan og Harry eru á niðurleið frekar en uppleið.“

Ingrid segir að þó Meghan sé brjáluð út af þáttum Victoriu þá muni hún ekki láta pirring sinn í ljós opinberlega. „Auðvitað er hún pirruð, en það er ekkert sem hún getur gert í þessu því hún hefur ekkert með það að gera hvenær þessir þættir fara í sýningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag