Foreldrar hans eru Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur líkamsræktarveldisins World Class. Systir hans er áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Birgitta Líf Björnsdóttir, en í janúar kvaðst hún stolt af bróður sínum fyrir að taka stökkið og flytja til borgarinnar sem aldrei sefur.
Björn Boði birtir reglulega myndir frá lífi sínu í New York á Instagram, þar sem hann er með tæplega fjögur þúsund fylgjendur.
Um helgina birti hann mynd af sér í svörtum Prada skóm, í gallastuttbuxum og með svarta loðhúfu.
Verðið á Prada-skónum fer eftir því á hvaða síðu maður skoðar þá. Þeir kosta til dæmis rúmlega 170 þúsund krónur á Nordstrom, um 150 þúsund krónur á Prada-vefsíðunni en rúmlega 140 þúsund krónur á Farfetch.
Prada skórnir eru gífurlega eftirsóttir og þar sem verðmiðinn er ansi hár þá hafa netverslanir gert eftirlíkingar af vinsælu skónum, eins og netrisinn Asos.
Björn Boði er ekki eini áhrifavaldurinn sem á þessa vinsælu skó. Sunneva Einarsdóttir keypti sér svipaða týpu frá Prada í fyrra.
World Class-erfinginn virðist hrifinn af merkjavöru. Í sumar, þegar hann var í fríi í Grikklandi, var hann í Versace nærbuxum sem kosta um tíu þúsund krónur parið.
Hann hefur einnig deilt nokkrum myndum þar sem hann sést með belti frá tískuhúsinu Balenciaga sem kostar rúmlega 67 þúsund krónur.