fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Fókus

World Class-erfingi í 150 þúsund króna skóm

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 10:58

Björn Boði. Mynd/Instagram @bjornbodi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

World Class-erfinginn Björn Boði Björnsson klæddist Prada skóm á götum New York, en hann flutti til borgarinnar í byrjun árs.

Foreldrar hans eru Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur líkamsræktarveldisins World Class. Systir hans er áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Birgitta Líf Björnsdóttir, en í janúar kvaðst hún stolt af bróður sínum fyrir að taka stökkið og flytja til borgarinnar sem aldrei sefur.

Hér má sjá Prada skóna. Skjáskot/Instagram @bjornbodi

Björn Boði birtir reglulega myndir frá lífi sínu í New York á Instagram, þar sem hann er með tæplega fjögur þúsund fylgjendur.

Um helgina birti hann mynd af sér í svörtum Prada skóm, í gallastuttbuxum og með svarta loðhúfu.

Hér má sjá Prada skóna. Skjáskot/Instagram @bjornbodi

Verðið á Prada-skónum fer eftir því á hvaða síðu maður skoðar þá. Þeir kosta til dæmis rúmlega 170 þúsund krónur á Nordstrom, um 150 þúsund krónur á Prada-vefsíðunni en rúmlega 140 þúsund krónur á Farfetch.

Sunneva sýndi skóna á Instagram. Skjáskot/Instagram @sunnevaeinarss

Prada skórnir eru gífurlega eftirsóttir og þar sem verðmiðinn er ansi hár þá hafa netverslanir gert eftirlíkingar af vinsælu skónum, eins og netrisinn Asos.

Björn Boði er ekki eini áhrifavaldurinn sem á þessa vinsælu skó. Sunneva Einarsdóttir keypti sér svipaða týpu frá Prada í fyrra.

Hrifinn af merkjavörum

World Class-erfinginn virðist hrifinn af merkjavöru. Í sumar, þegar hann var í fríi í Grikklandi, var hann í Versace nærbuxum sem kosta um tíu þúsund krónur parið.

Versace nærbuxur. Skjáskot/Instagram @bjornbodi

Hann hefur einnig deilt nokkrum myndum þar sem hann sést með belti frá tískuhúsinu Balenciaga sem kostar rúmlega 67 þúsund krónur.

Beltið. Skjáskot/Instagram @bjornbodi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Í gær

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erfitt að starfa við eitthvað sem býr fólk undir að brjóta lögin – „Leiðinlegt að þurfa að vera í einhvers konar feluleik“

Erfitt að starfa við eitthvað sem býr fólk undir að brjóta lögin – „Leiðinlegt að þurfa að vera í einhvers konar feluleik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni