fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Telja Hollywood-stjörnuna Blake Lively á barmi slaufunar

Fókus
Föstudaginn 16. ágúst 2024 13:00

Blake Lively

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blake Lively hefur um árabil verið ein vinsælasta Hollywood-stjarnan. Sjónvarpsþættirnir Gossip Girl, þar sem hún fór með hlutverk Serena van der Woodsen, skutu henni upp á stjörnuhimininn og þá varð samband hennar, og síðar hjónaband, við leikarann Ryan Reynolds til þess að festa hana í sessi sem ein allra skærasta stjarna borgarinnar.

En frægðin er fallvölt og á undraskömmum tíma riðar ósnortin ímynd Lively skyndilega til falls. Allt byrjaði þetta með kynningartúrnum í kringum nýjustu kvikmynd hennar, It Ends With Us. Um er að ræða dramatíska sögu um heimilisofbeldi  eftir Colleen Hoover þar sem Lively fer með aðalhlutverkið á móti leikaranum Justin Baldoni sem einnig leikstýrir myndinni.

Þegar kynningarherferðin hófst tóku glöggir aðilar eftir því að Baldoni hafði hægt um sig eða þá að hann var hvergi sjáanlegur. Fljótlega flaug sú fiskisaga að eitthvað hefði komið upp á við tökur myndarinnar, sáust þau meðal annars rífast á setti og er orðrómurinn sá að Lively hafi sett Baldoni út af sakramentinu.

Það sem hefur þó valdið Lively mestum skaða eru óþægileg viðtöl og augnablik sem hafa verið birtast undanfarna daga. Fyrst var það viðtal hennar frá árinu 2016 við norska blaðamanninn Kjersti Flaa. Sú norska, sem er í dag verðlaunablaðamaður, birti upptöku af viðtalinu á samfélagsmiðlum og sagðist hafa verið að íhuga að hætta í faginu útaf því hvað viðtalið var óþægilegt.

Þó að deildar meiningar hafi verið uppi um hvort Flaa hafi verið með dónalega athugasemd um óléttukúlu Lively þá voru viðbrögð leikkonunnar ansi yfirdrifin. Í kjölfarið hafa komið fram myndbönd af ýmsum augnablikum í gegnum árin þar sem Lively er með taktlausar athugasemdir  og hefur það gert lítið fyrir vinsældir hennar.

Þá hefur sjálf kynningarherferðin af nýju myndinni verið gagnrýnd harðlega og þá sérstaklega Lively. Eins og áður segir er heimilisofbeldi rauði þráður sögunnar en Lively hefur nánast látið eins og rómantíska gamanmynd sé að ræða í ýmsum uppákomum í tengslum við myndina.

Hvað framhaldið verður er óljóst en það liggur fyrir að á brattann er að sækja hjá Hollywood-stjörnunni varðandi almannatengsl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Í gær

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni