fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur

Fókus
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 15:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið á suðvesturhorninu hefur ekki verið upp á marga fiska í sumar og hefur rigning og sólarleysi komið mörgum í hreinlega vont skap. Á Reddit birtist á dögunum mynd sem tekin var út um bílrúðu í höfuðborginni og var yfirskriftin: What summer in Iceland looks like, eða Hvernig sumar á Íslandi lítur út. Eins og sést á myndinni var frekar grámyglulegt um að litast daginn sem myndin var tekin.

What summer in Iceland looks like☀️
byu/BjornCapalot inmildlyinfuriating


Notandinn sem birti myndina er íslenskur og hann birti svo aðra mynd sem sýndi þunglyndislega veðurspá næstu daga þar sem rigning, dumbungur og hitatölur sem rétt slefuðu yfir 10 gráður voru áberandi.

Viðbrögðin við þessu innleggi voru talsverð og ef marka má umræður á þræðinum væru mjög margir til í að skipta við okkur. Miklir hitar eru víða í Evrópu og Bandaríkjunum um þessar mundir og var til dæmis greint frá því í vikunni að nýliðinn sunnudagur hafi verið sá heitasti á jörðinni frá upphafi mælinga. Eins og Íslendingar sem eru komnir með nóg af lélegu sumri virðast margir utan landsteinanna vera komnir með nóg af miklum hitum.

„Ég tæki kulda og rigningu fram yfir 30 stiga hita og 90% raka hvaða dag sem er,“ segir einn í þræðinum. „Það er kominn tími til að flytja til Íslands,“ segir annar.

Einn sem kveðst vera frá Grikklandi segist vera búinn að fá nóg af hitanum þar. „Ég þarf að hjóla um eins kílómetra leið til að komast í næstu verslun. Í hvert sinn fæ ég þá tilfinningu að dekkin á hjólinu séu að bráðna undan hitanum. Ég er með ljóst hár og ljósa húð og þarf að nota sólarvörn númer 50 til að geta verið úti í smástund.“

„Þetta er sumar sem er mér að skapi. Ég hef alla tíð búið í sólríku landi og ég verð að viðurkenna að ég er orðinn þreyttur á að vera bakaður lifandi í sólinni í hvert skipti sem ég fer út fyrir hússins dyr á ákveðnum tímum dags,“ segir einn og eru aðrar athugasemdir í svipuðum dúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu