fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 28. apríl 2024 20:30

Aníta Ósk Georgsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Ósk Georgsdóttir er móðir, dóttir, vinkona, eiginkona og svo margt annað. Hún er 31 árs, hárgreiðslumeistari að mennt og starfaði sem leiðbeinandi í grunnskóla áður en hún fór í veikindaleyfi. Í haust fer hún í starfsendurhæfingu hjá Virk og lítur björtum augum fram á veginn.

Aníta heldur úti síðunni Hennar heimur á samfélagsmiðlum þar sem hún sýnir frá lífi sínu í bataferli, en hún er hægt og rólega að læra að lifa upp á nýtt eftir að hafa verið greind með geðhvörf. Hún fékk greininguna eftir að hafa farið í fyrsta sinn í maníu í október 2022. Hún var þá stödd á Ítalíu með samstarfsfélögum sínum og endaði örmagna á sjúkrahúsi.

Sjá einnig: Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu

Aníta er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni. 

video
play-sharp-fill

Þú getur líka hlustað á Spotify, Apple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Aníta var greind með þunglyndi og kvíða þegar hún var fjórtán ára. Eftir erfitt tímabil var hún sett í fyrsta skipti á lyf, nítján ára gömul. Þá fór að birta til og henni leið ágætlega í nokkur ár, þar til hún varð ólétt af eldri dóttur sinni.

„Ég var 25 ára og nýkomin úr löngu sambandi og var svolítið að finna mig aftur í lífinu. Þá kynntist ég eiginmanni mínum og við byrjum að deita. Stuttu seinna varð ég ólétt, eftir þrjá mánuði eða eitthvað og ég fékk bara hálfgert taugaáfall. Ég truflaðist hálfpartinn,“ segir hún.

„Ég veit ekki hvað ég átti að gera við sjálfa mig. Mér fannst ég ekki geta tekið ábyrgð á sjálfri mér, hvað þá barni. Samt var ég 25 ára, ég var enginn krakki. Þá fór ég [að hugsa]: „Ég á bara eftir að drepa mig ef það verður ekki gert eitthvað. Ég ætla ekki að vera hérna lengur, ég neita að vera og líða svona. Ég ætla ekki að vera hérna lengur.“ Þrátt fyrir að vera með líf innra með mér.“

Aníta leitaði sér hjálpar. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég lagðist inn á geðdeild. Ég fór upp á bráðamóttöku geðdeildar og krosslagði hendur og sagði: „Ég fer ekki fet nema það verði gert eitthvað. Ég er að fara að gera mér eitthvað ef þið leggið mig ekki inn.““

Baráttubaunin

Aníta var ekki lengi þar inni og segist hafa mjög góða reynslu af starfsfólkinu. „Það er hugsað rosalega vel um mann. Það er fín rútína þarna. Þú færð að borða á ákveðnum tíma og færð lyfin þín. Þetta er svona til að koma þér upp á lappirnar aftur,“ segir hún.

„Svo kom ég heim og það sem gekk á… Ég var búin að skaða sjálfa mig, ég var búin að gera alls konar sem hefði getað skaðað barnið mitt. […] Þess vegna kallaði ég hana baráttubaun. Því sama hvað ég gerði þá var alltaf allt í lagi með hana. Það var ekki fyrr en ég var komin 20 vikur og fór að finna hreyfingar að það fór að birta til aftur.“

Aníta Ósk Georgsdóttir. Aðsend mynd.

„Ég man það svo sterkt þegar hún kom í heiminn þá hugsaði ég með mér: Hún er komin og ég mun aldrei láta eitthvað koma fyrir hana,“ segir Aníta klökk.

„Ég hefði getað endað þetta og ég hefði getað misst hana. Því ég þráði það svo heitt að deyja, af því vanlíðanin var það mikil en innst inni langaði mig ekki að deyja. Mig langaði ekki að skilja fólkið mitt eftir og mig langaði ekki endilega að hætta að lifa. En lífsviljinn fer bara þegar þér líður svona ólýsanlega illa. Kannski er ljótt að segja þetta, en ég skildi fólk svo mikið sem hafði tekið eigið líf. Því ég var þarna og mér hefði getað tekist það. Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Þegar Aníta var ólétt missti hún ömmu sína. Hún man eftir því að hafa setið í jarðarförinni og fundið spörkin innra með sér.

„Svo þegar dóttir mín byrjaði að vaxa úr grasi þá var hún alveg eins og amma mín. Ótrúlega kvikk, lífsglöð og talar mikið og það er svo gaman hjá henni, alveg eins og amma mín var. Við þrjár erum svolítið líkar,“ segir Aníta brosandi.

Hún ræðir nánar um lífið, bæði fyrir og eftir greiningu, bataferlið og fleira í Fókus. Horfðu á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Anítu á Hennar heimur, bæði á Instagram og Facebook.

Aníta Ósk Georgsdóttir. Mynd/DV

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Hide picture