fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Yngri bróðir Díönu prinsessu lýsir martröðinni á heimavistinni – Ráðskonan leitaði á barnunga drengi í skjóli nætur

Fókus
Mánudaginn 11. mars 2024 15:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarlinn Charles Edward Maurice Spencer hefur getið sér orð sem rithöfundur og fjölmiðlamaður. Hann er þó helst þekktur fyrir að vera yngri bróðir Díönu prinsessu heitinnar. Foreldrar þeirra voru vísigreifinn og vísigreifynjan af Althrop og guðmóðir Charles var engin önnur en Elísabet II Englandsdrottning. Jarlinn er því bæði virtur og þekktur meðal breska aðalsins og vakti það því gífurlega athygli þegar hann opinberaði að hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í virtum heimavistarskóla, þegar hann var barn.

Þessari sprengju varpar jarlinn fram í væntanlegum endurminningum sínum en kafla úr bókinni var deilt með Mail on Sunday um helgina. Þar greinir jarlinn frá því að þegar hann var nemandi við heimavistarskólann Maidwell Hall hafi kona sem þar starfaði beitt hann kynferðisofbeldi. Gerandinn starfaði sem aðstoðarráðskona á heimavistinni, en jarlinn var aðeins 11 ára þegar ofbeldið átti sér stað.

„Það virtist vera óformleg híerarkía meðal þolenda hennar. Hún valdi einn dreng til að deila með sér rúmi á hverri önn og notaði hann fyrir samfarir. Margir okkar fóru frá Maidwell með djöfla á bakinu. Vald hennar yfir heilluðum drengjunum var algjört, því við söknuðum kvenlegrar hlýju og haldnir örvæntingarfullri þrá eftir athygli og ástúð.“

Ráðskonan hafi herjað á drengina í skjóli nætur, en jarlinn lýsir henni sem ágengum barnaníðing. Jarlinn segir að ofbeldið hafi orðið til þess að hann missti sjálfur sveindóminn aðeins 12 ára gamall með ítalskri vændiskonu. Sú reynsla hafi skilið eftir sig óbragð.

„Það var engin gleði í þessum gjörningi, enginn áfangi og engin upplifun að um að verða að manni. Ég trúi því núna að ég hafi hreinlega verið að ljúka því ferli sem afbrigðileg athygli ráðskonunnar setti að stað.“

Kynferðisofbeldið var ekki eina ofbeldið sem börnin máttu þola í skólanum. Þau voru beitt líkamlegum refsingum og látin ganga í gegnum helvíti. Það sé erfitt að hugsa til baka, enda var þessi tími hrein martröð. Þáverandi skólastjórinn, John Porch, hafi beitt nemendur hrottalegu ofbeldi og telur jarlinn að margir kennaranna hafi fengið kynferðislega naut frá ofbeldinu.

„Ég hef reglulega séð þennan djúpstæða sársauka flökta í augum samnemenda minna.“

Eðlilega hefur Maidenwell skólinn brugðist við málinu og segist harma reynslu jarlsins sem og annarra sem gengu í skólann á tímum þegar talið var að agi fæli í sér ofbeldi.

„Það er erfitt að lesa um verklag sem var, því miður, stundum talið eðlilegt og var viðurkennt á þessum tíma. Nánast allir angar skólakerfisins hafa þróast umtalsvert síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Kjarni þessarar breytinga er öryggi barnanna og velferð þeirra. Þó svo okkur hafi ekki borist formlegar kvartanir frá fyrri nemendum, höfum við í ljósi frétta, fylgt verklagi okkar og vísað málinu til viðeigandi stjórnvalds á svæðinu. Við hvetjum alla sem deila reynslu sem þessari að stíga fram og hafa samband við skólann, stjórnvalda eða lögregluna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?