fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

„Ég er stundum ekki viss hvað er ferming og hvað er hjónavígsla“

Fókus
Föstudaginn 31. mars 2023 11:59

Maríanna Pálsdóttir. Mynd/Ásta Kristjáns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maríanna Pálsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur og eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, er pistlahöfundur á DV. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og skrifar hreinskilna pistla um snyrtivörubransann og öðru því tengdu.

Sjá einnig: „Þú ætlar að vera í Sloggi-brókinni sem sagt?“

Í pistli vikunnar ræðir hún um fermingar.

„Ég er stundum ekki viss hvað er ferming og hvað er hjónavígsla“

Nú eru fermingar á næsta leiti og börn ganga upp að altari Jesú Krists til að staðfesta trú sína. Vissulega fermast sum börn við borgarlega athöfn hjá Siðmennt, en það endar nú iðulega alltaf með veislu þó Jesú sjálfur hafi ekki blessað blessuð börnin. Við þessa athöfn eru börnin gjarnan í sínu fínasta pússi og þá er engu til sparað hvorki þegar kemur að útliti fermingarbarnsins eða veisluhöldum.

Það er af sem áður var að hafa veisluna látlausa með brauðtertum og heimagerðu kruðiríi. Nú keppast foreldrar við það að mæta væntingum samfélagsins með aðkeyptum veitingum og blöðrubogum og skilst mér að Frikki Dór og Herra Hnetusmjör séu tíðir skemmtikraftar í fermingarveislum bæjarins að spila Skál fyrir þér eða Upp til hópa.

Ég fæ gjarnan spurningar eins og: „Ætti ég að leyfa barninu að farða sig, lita augabrúnirnar og gefa grænt ljós á gervi neglur?“

Ég ráðlegg þér, kæra fermingarbarn, að gera sem minnst og halda í náttúrulegt útlit þitt. Hvað förðun varðar þá er sniðugt að nota léttan farða sem er alls ekki of dökkur fyrir þig, það er leiðinlegt að sjá skil á milli andlits og háls svæðis. Maskari, varasalvi og létt sólarpúður er yfirdrifið nóg . Ég hef fengið stúlkur í bæði litun/plokkun og farðanir fyrir fermingardaginn og legg ég mikla áherslu á að það sjáist varla að þú sért förðuð því mundu að þú ert nú einu sinni bara 14 ára barn.

Við þig, foreldri fermingarbarns vill ég segja, gerðu allt sem í þínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að barnið þitt líti út eins og það sé 25 ára. Kröfurnar um hina fullkomnu veislu eru ekki í takt við neitt sem getur talist eðlilegt og ætti það að vera öllum ljóst að þetta er komið út fyrir öll mörk.  Það er hægt að fara yfir strikið í öllu og er þetta engin undantekning.

Kona kveður fermingarfárið og hvetur foreldra til að hætta að keppast um að halda flottustu fermingarveisluna!

Fylgdu Maríönnu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR
Fókus
Í gær

Stórstjörnur giftu sig í leyni

Stórstjörnur giftu sig í leyni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri