Blush leitar að hressum, skemmtilegum og opnum einstakling til þess að fræða og skemmta hópum í sumar. Fræðslan er hugsuð fyrir gæsahópa til að koma í verslunina, fá vörukynningu og fræðslu um hvernig á að gefa sparitott. Í lokin fá allar viðurkenningaskjal að þær séu „vottaður tottari.“
Um er að ræða nýtt og spennandi verkefni. Möguleiki er að taka þátt í þróun þess og móta það með öflugu starfsfólki Blush.
Fræðslan fer fram á laugardögum í sumar, klukkan 14 og 16, og því þarf viðkomandi að vera tilbúinn að vinna á þessum tímum.
Umsækjandi þarf að vera 25 ára eða eldri, eiga auðvelt með að tala fyrir framan hóp, vera skapandi og metnaðargjarn.
Þú getur lesið nánar um starfið og hæfniskröfur þess á Alfreð.is.