fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Fókus

Maríanna segir sögu af dreng sem fékk ekki samþykki tengdaforeldranna – „Ég hélt að við sem samfélag værum komin lengra en þetta“

Fókus
Sunnudaginn 19. mars 2023 20:30

Maríanna Pálsdóttir. Mynd/Ásta Kristjáns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maríanna Pálsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur og eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, er pistlahöfundur á DV. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og skrifar hreinskilna pistla um snyrtivörubransann og öðru því tengdu.

Sjá einnigMaríanna með mikilvæg skilaboð til þolenda – „Ég fann kraftinn sem ég týndi þegar ég var bara fjórtán ára barnapía“

Í pistli vikunnar er hún beinskeytt og alvarleg.

Sá sem níðist á öðrum endar yfirleitt einn í gjá einmanaleikans!

Nú er komið að beinskeyttu mér, ég er búin að tóna þennan pistil verulega niður og breyta orðalaginu margoft til þess að hljóma ekki eins og bitur miðaldra geðlufsa!

Mig sundlar og verkjar þegar fólk baktalar, býr til sögur eða heldur fram einhverri þvælu um náungann. Hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki, þá ert þú ekki sérlega merkilegur pappír að mínu mati ef þú tekur þátt í slíku.

Gjarnan fer fólk aftur í tímann og ætlar að mála upp einhverja mynd af þeim sem um ræðir út frá einhverri manneskju sem kannski einhvern tímann var, eða jafnvel ekki. Við hljótum öll að geta sammælst um það að fólk fái tækifæri til að breytast og bæta sig í gegn um áranna raðir, er það ekki? Ég hef að minnsta kosti reynt að temja mér slíkt hugafar, því mér þætti helvíti hart að ætla að dæma fólk mörg ár aftur í tímann. Það gera allir alls konar mistök, við sjálf erum þar engin undantekning. Það er bara partur af því að þroskast og eldast.

Nýlega hitti ég góða konu sem sagði mér áhugaverða sögu af syni sínum sem er fyrirmyndar piltur í dag, en hann hafði ekki fengið „samþykki“ nýju tengdaforeldranna, vegna þess eins að hann hafði farið í meðferð fyrir mörgum árum síðan. Hann þótti hreinlega ekki gjaldgengur, fyrir það eitt að hafa verið sjúklingur á sjúkrahúsinu Vogi. Ég hélt að við sem samfélag í heild sinni værum komin lengra en þetta, þar til þessir yfirborðskenndu tengdaforeldrar sýndu fram á annað. Ég ber virðingu fyrir þeim sem kjósa að lifa lífi sínu með fullri dómgreind og án áfengis.

Það er stundum erfitt að svara því neikvæða og því vonda með kærleik og brosi, stundum langar mann hreinlega bara alls ekkert til þess. En þegar öllu er á botninn hvolft þá vil ég alltaf vera sú sem getur borið höfuðið hátt og brosað. Því það er nú einu sinni þannig að sá sem níðist á öðrum endar yfirleitt einn með skömminni í gjá einmanaleikans, jah, nema auðvitað hann kunni ekki að skammast sín!

Höfundur: Maríanna Pálsdóttir

Hér getur þú fylgst með Maríönnu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvað er hvítasunna?

Nýlegt

Fókus
Í gær

Reyndi að fyrirgefa svikin en það reyndist henni of þungbært – „Þegar einhver sýnir þér sitt rétta andlit, trúðu þeim“

Reyndi að fyrirgefa svikin en það reyndist henni of þungbært – „Þegar einhver sýnir þér sitt rétta andlit, trúðu þeim“
Fókus
Í gær

Kleini og Hafdís hafa tekið sambandið á næsta stig – Sjáðu myndbandið

Kleini og Hafdís hafa tekið sambandið á næsta stig – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Eftir sex mánaða hæðir og lægðir höfum við tekið ákvörðun um að flytja inn saman“

„Eftir sex mánaða hæðir og lægðir höfum við tekið ákvörðun um að flytja inn saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís komin með skammstöfun Kleina á herðablaðið – „Elskaðu mig þar til ég dey“

Hafdís komin með skammstöfun Kleina á herðablaðið – „Elskaðu mig þar til ég dey“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blendin viðbrögð við nýjum þáttum sem er líkt við pyntingarklám – „Eins og ævintýraferð um Pornhub“

Blendin viðbrögð við nýjum þáttum sem er líkt við pyntingarklám – „Eins og ævintýraferð um Pornhub“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi barnastjarna nær óþekkjanleg – Sást síðast opinberlega fyrir ári síðan

Fyrrverandi barnastjarna nær óþekkjanleg – Sást síðast opinberlega fyrir ári síðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Lautner svarar særandi athugasemdum fullum hálsi – Sakaður um að eldast illa og líta út eins og brokkolí

Taylor Lautner svarar særandi athugasemdum fullum hálsi – Sakaður um að eldast illa og líta út eins og brokkolí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hertogahjónin vænd um ýkjur og athyglissýki eftir umdeildan eltingaleik

Hertogahjónin vænd um ýkjur og athyglissýki eftir umdeildan eltingaleik