fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fókus

Sakar Binna Löve um kynferðislega áreitni og birtir myndband máli sínu til stuðnings

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 17. mars 2023 12:55

Benný Blær Sæmundsen og skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok- og OnlyFans-stjarnan Benný Blær Sæmundsen birti myndband á TikTok fyrr í vikunni þar sem sjá má áhrifavaldinn Brynjólf Löve Mogensen, kallaður Binni Löve, kyssa hana á munninn. Myndbandið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum en Benný sakar Brynjólf um kynferðislega áreitni í ljósi þess að hún hafi ekki gefið leyfi fyrir þessum kossi. Eftir nokkra umhugsun hafi hún ákveðið að birta myndbandið, sem var tekið upp fyrir nokkrum mánuðum, enda sé það ekki í hennar verkahring að fela hegðun Brynjólfs. „Þú kyssir ekki neinn án leyfis,“ segir hún í samtali við DV.

Eins og áður segir hefur myndbandið vakið mikla athygli á TikTok og hefur einnig valdið talsverðu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum ekki síst eftir að klámstjarnan Ingólfur Valur Þrastarson, sem er ötull baráttumaður gegn kynferðisofbeldi, gagnrýndi athæfi Brynjólfs harðlega á Instagram.

@benny.blaer01 Elskum Binna Löve#xyzbca #fördig #fypシ #fyp #4u #iceland #💋 ♬ original sound – Benný Blær Sæmundsen

„Þetta kvöld var ég á rúntinum með strák sem ég var nýbyrjuð að hitta, ég skrúfaði niður gluggann og þá kom hann. Ég var að taka upp myndband og segjast hafa séð hann, en þá dró hann mig að sér og kyssti mig. Gæinn sem var með mér sagði bara: „Hver er þetta?“ Og ég sagði að hann hafi verið frægur einhvern tímann,“ segir Benný í samtali við DV.

Benný segir að eftir að hún birti myndbandið á TikTok hafi Brynjólfur haft samband við hana og hafi beðið hana um að eyða því.

„Það var þegar þessar athugasemdir voru að koma, það var í raun og veru verið að afhjúpa hann,“ segir Benný og er að vísa í fjölda athugasemda við myndbandið þar sem Brynjólfur er borinn þungum sökum.

Benný segir að hún hafi rætt við fólk sem hún þekkir eftir að Brynjólfur hafði samband. „Þá fattaði ég að það var hann sem kyssti mig en ekki ég. Af hverju spurði hann ekki bara um leyfi? Ég veit að fólk gerir ýmislegt þegar það er að drekka, en maður kemur ekki bara hálfur inn í bíl til að kyssa einhvern án leyfis og ef maður horfir á myndbandið þá sést alveg að mér er brugðið,“ segir hún og bætir við:

„Og af hverju á ég að fela þetta þegar hann veit sjálfur hvaða hlut hann á í þessu.“

Hefur fengið nafnlaus skilaboð

Viðbrögðin við birtingu myndbandsins hafa verið mikil en Benný segist hafa fengið nafnlaus skilaboð á Instagram þar sem hún sé sökuð um að reyna að eyðileggja líf Brynjólfs.

„Er ekki bara kominn tími til að leyfa fólki að loksins opna sig um hluti sem það hefur lent í yfir tíðina. Það er löngu kominn tími til að sýna hver hann er í raun og veru. Hann er að brjóta á fólki með hegðun sinni. Auðvitað eru alltaf tvær hliðar á hverri sögu, en af hverju mega þolendur ekki stíga fram og segja sína sögu.“

DV hefur óskað eftir viðbrögðum frá Brynjólfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafdís Björg og Kristján Einar eru að deita

Hafdís Björg og Kristján Einar eru að deita
Fókus
Í gær

Fleiri stjörnur sem Hollywood hafnaði – Sumar gátu sjálfum sér um kennt en aðrar fórnarlömb aðstæðna

Fleiri stjörnur sem Hollywood hafnaði – Sumar gátu sjálfum sér um kennt en aðrar fórnarlömb aðstæðna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu

Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um ástarmálin fyrir tíð eiginmannsins – „Ég gerði alltaf sömu mistökin“

Opnar sig um ástarmálin fyrir tíð eiginmannsins – „Ég gerði alltaf sömu mistökin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi eru tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna

Þessi eru tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svarar fyrir „ógeðslega“ baðherbergið sitt

Svarar fyrir „ógeðslega“ baðherbergið sitt