fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Sigga Dögg næstelst, spennt og stressuð – „Ég er vakin af hugsunum“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 14:00

Sigga Dögg og Sævar Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmynd Sigríðar Daggar Arnardóttur kynfræðings og eiginmanns hennar var valin ein af tíu til að taka þátt í Gullegginu í ár.

Gulleggið 2023 fer fram föstudaginn 10. febrúar hátíðarsal Grósku. Gulleggið hefur farið fram árlega síðan 2008 og verið stökkpallur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki sem dæmi Controlant, Meniga, PayAnalytics og Genki.

101 hugmynd var lögð fram í ár og valdi rýnihópur sem telur yfir 70 reynda einstaklinga úr atvinnulífinu og nýsköpunarsenunni Topp 10 sem keppast um Gulleggið 2023. Sjá má þær allar hér neðar.

Sigga Dögg og maður hennar, Sævar Eyjólfsson, eru þar á meðal með Better sex, Rafræn fullorðins kynfræðsla á ensku í streymisveitu.

„Undanfarnir dagar hafa verið mega keyrsla og eru hugar okkar á yfirsnúningi. Þetta pitsj er það seinasta sem ég hugsa um þegar ég fer að sofa og það fyrsta sem èg hugsa um þegar ég vakna – eða sko, ég er vakin af hugsunum um pitsjið. Já krakkar mínir – hér logar eldur. Og þið vitið að ég er eldflaug,“ segir Sigga Dögg í færslu á Facebook.

„Þegar ég fæ hugmynd sem ég finn inni í beinunum mínum að er snilld og á svo maka sem er eins og Bósi Ljósár og leyfir sér að hugsa út fyrir endamörk alheimsins þá er bara ein leið fær og það er onwards and upwards! Sem betur fer höfum við fengið geggjaða endurgjöf og ráðgjöf sem hafa skerpt á hugmyndinni og hvatt okkur til að hugsa enn stærra.“

Sigga Dögg tekur fram að þau hjónin skipi næstelsta liðið í keppninni og hrósar hún öðrum liðum í hástert. „Og liðin sem við keppum MEÐ (ekki á móti) eru líka geggjuð og við erum öll klappstýrur hvors annars – það er sjúklega fallegt. Fólk óskar hvort öðru velgengni og meinar það. Og þau eru líka bara fyndin og skemmtileg! Bara það að fá þetta tækifæri og að kynnast öðrum frumkvöðlum og hugmyndasmiðum er eins og heimsins besta vítamín!“

Sigga Dögg segist að lokum hlakka mikið til. „Þannig að – ég er peppuð, meyr, þakklàt, spennt, stressuð og sjúklega til í þetta!!!“


Keppnin er eins og áður segir á föstudag, 10. febrúar, í beinni á vefsíðu Gulleggsins og eru allir velkomnir í Grósku að horfa. Liðin sem taka þátt eru:

Aurora Interactive
Dion Duff, Friðrik Snær Tómasson, Halldór Heiðberg
Framleiðsla á þriðju persónu action adventure tölvuleik.

Bambaló barnapössun

Aníta Ísey, Rebekka Levin
Bambaló Barnapössun (snjallforrit). Fyrir íslenskar fjölskyldur sem vantar barnapössun fyrir eina kvöldstund af og til án þess að fá
samviskubit.

Better sex

Sigga Dögg, Sævar Eyjólfsson
Rafræn fullorðins kynfræðsla á ensku í streymisveitu.
Ezze
Þóra Ólafsdóttir, Donna Cruz
App til að kaupa, selja, gefa eða vera með uppboð á eigin eignum í.
Jafn notendavænt og reikniritað eins og að nota t.d. Instagram.

PellisCol

Íris Björk Marteinsdóttir, Ívar Örn Marteinsson
PellisCol ætlar að vera fyrst á Íslandi til þess að þróa Spa húðvörur með íslensku kollageni, kollageni sem er unnið úr
þorskroði.

Sápulestin
Alda Leifsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir
Breytum sorpi í gull. Endurvinnum notaða steikingarolíu í vistvæna lúxussápu. Sápulestin fer hringinn í kringum landið, sækir notaða
olíu á veitingastaði og sérhannar sápur fyrir sveitir og landshluta.

Snux
Harpa Hjartardóttir
Sílíkonpúði ætlaður sem stuðningur við að hætta að taka nikótínpoka í vörina. Nikótínpúðar eyða tannholdi og eru mjög
ávanabindandi.

SoFo Software
Fjölnir Þrastarson, Þórarinn Sigurvin Gunnarsson, Friðrik Örn Gunnarsson
SoFo er samfélagsmiðill fyrir fjárfesta. Með SoFo getur fólk deilt meðmælum, fylgt eignum og fólki, og risið á toppinn.

Soultech
Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson, Bryndís Jóhannsdóttir, Hrefna Líf Ólafsdóttir
Smáforrit þar sem allir geta farið í gegnum sálfræðimeðferðir. Hugbúnaður sem aðstoðar sálfræðinga við að veita meðferðir.

Stitch hero
Þórey Rúnarsdóttir, Marta Schluneger
Knitting pattern design software

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina