fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Viðbrögð Taylor Swift við sigri Harry Styles vekja athygli

Fókus
Mánudaginn 6. febrúar 2023 12:13

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnurnar komu saman á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Beyoncé, Bonnie Raitt Kendrick Lamar og Harry Styles fóru sigursæl heim eftir hátíðina, en það var Beyoncé sem var stórsigurvegari kvöldsins. Hún var tilnefnd í átta flokkum, vann til fjögurra verðlauna og náðu stórum áfanga. Hún hefur unnið til samtals 32 Grammy-verðlauna og er því sigursælasti tónlistarmaður hátíðarinnar.

Harry Styles átti líka frábært kvöld og var plata hans, Harry‘s House, valin plata ársins.

Tónlistarkonan Taylor Swift var meðal gesta á hátíðinni og hafa viðbrögð hennar við sigri Harry vakið athygli. E! News greinir frá.

Þau áttu í stuttu ástarsambandi frá 2012 til 2013 en það virðist hafa endað á góðum nótum og hafa þau í gegnum tíðina fagnað áföngum hvors annars.

Þegar það var kynnt að plata Harry hafi verið valin plata ársins var söngkonan ein af þeim fyrstu til að hoppa á fætur og klappa. Það má sjá hana brosandi út á eyrum í myndbandi sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Taylor Swift, Clapping for Harry Styles, 2023 Grammy Awards, Show
Mynd/E! Online

Einnig hafa myndbönd af henni dansa við atriði Harry á hátíðinni vakið athygli og hefur hún meðal annars verið kölluð „besta fyrrverandi kærastan“

Blússöngkonan Bonnie Raitt. sem naut mikilla vinsælda fyrir aldamót og gaf út nýja plötu í fyrra, fór einnig sigursæl heim og var lag hennar, „Just Like That“, valið lag ársins.

Sjáðu lista yfir allar tilnefningar og sigurvegara verðlaunanna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“