fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Fókus

Er vatnsflaskan þín ógeðsleg og þú veist ekki af því? – Svona veistu hvenær þú átt að skipta henni út

Fókus
Laugardaginn 2. desember 2023 17:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurnýtanlegar vatnsflöskur eru frábærar. Þær eru umhverfisvænar og minna mann á að drekka vatn reglulega yfir daginn sem er allra meina bót.

Yfir tíma geta vatnsflöskur orðið frekar ógeðslegar. En hvenær er kominn tími til að skipta út vatnsflöskunni? Það fer eftir hvers konar vatnsflösku þú ert með.

„Plastflöskur brotna niður með notkun og það ætti að skipta þeim út einu sinni á ári,“ segir Leanne Stapf hjá The Cleaning Authority við PopSugar.

„Glerflöskur eru endingagóðar en brotna auðveldlega, svo þær eru ekki tilvaldar fyrir fólk sem er mikið á ferðinni. Ryðfríar stálflöskur eru sterkbyggðar og það þarf almennt að skipta þeim aðeins út þegar það er kominn tími til.“

Viðvörunarmerki

Það eru nokkur viðvörunarmerki sem þú ættir að fylgjast með þegar kemur að vatnsflöskunni þinni, sama hvaða tegund þú átt.

„Þú ættir að endurnýja vatnsflöskuna þína þegar það er vond lykt úr flöskunni sem þú getur ekki losnað við þegar þú þrífur hana,“ segir Cedrina Calder, læknir í Nashville, við PopSugar.

„Fylgstu einnig með tappanum á flöskunni. Ef það er slímkennt jukk í tappanum sem þú getur ekki fjarlægt með þrifum þá er kominn tími til að endurnýja.“

Að lokum segir Cedrina að ef þú ert með plastflösku og sprungur hafa myndast í plastinu, þá er kominn tími á nýja flösku.

„Sprungur auka líkurnar á að baktería safnist í flöskunni.“

Nauðsynlegt að þrífa flöskuna

Til að halda bakteríum og sýklum frá flöskunni þarftu að þrífa og sótthreinsa flöskuna þína eftir hverja notkun, og já jafnvel þó það þýðir að þú þurfir að þrífa hana á hverjum degi.

„Margir þrífa ekki flöskurnar sínar vikum saman því þær virðast ekki vera skítugar, en útlit getur verið blekkjandi,“ segir Leanne Stapf.

„Baktería vex í myrku og röku umhverfi, sem gerir inni í vatnsflösku að hinu fullkomna ræktunarsvæði fyrir bakteríur.“

Til að losna við vonda lykt mælir Leanne með að hella blöndu af matarsóda og vatni í flöskuna og bíða í tíu mínútur áður en flaskan er skoluð.

Ef þú vilt þrífa flöskuna enn frekar þá geturðu keypt sérstakan flöskubursta og notað hann til að þrífa flöskuna með sápu.

Önnur vinsæl aðferð til að þrífa endurnýtanlegar vatnsflöskur er að nota ediksblöndu (vatn og edik). Eina sem þú þarft að gera er að leyfa blöndunni að vera í flöskunni yfir nóttu og skrúbba svo flöskuna daginn eftir.

Kíktu undir flöskuna þína. Ef hún má fara í uppþvottavél er sérstakt merki á botninum sem segir til um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Trítaðu þína konu“

Vikan á Instagram – „Trítaðu þína konu“