fbpx
Mánudagur 04.desember 2023
Fókus

Sigríður glímdi við fæðingarþunglyndi í átta ár – „Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 19:00

Sigríður Hrund Pétursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist,“ segir Sigríður Hrund af miklu æðruleysi og bendir á að það ríki misskilningur um að þjáning sé eitthvað sem er eingöngu neikvætt. „Hún er merki um þroska. Við þurfum að breyta hugarfarinu gagnvart henni.“

Sigríður Hrund Pétursdóttir, eigandi Vinnupalla ehf. og fyrrum formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpinu hans, Einmitt. Sigríður Hrund hefur fallega birtingu á samfélagsmiðlum og af henni stafar mildur kærleikur. Hún segir það vera hennar val, því þrátt fyrir ýmislegt mótlæti, veikindi og erfiðleika í lífinu telur hún sig ávallt vera heppna að hafa fengið öll þau verkefni í fangið. Þau Einar ræða fæðingarþunglyndi, alkóhólisma, stöðu innflytjenda, samfélagsgerðina, jafnrétti og mikilvægi meðvitundar hvers og eins okkar að ákveða hvaða áhrif við höfum á annað fólk.

Glímdi við fæðingarþunglyndi í átta og hálft ár

Sigríður Hrund glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðinga allra fjögurra barna sinna, samtals í átta og hálft ár af tíu. „Tvíburarnir fæddust fyrst og voru glasabörn. Það gekk mikið á í fæðingu þeirra og það voru þrenn vaktaskipti á fæðingardeildinni. Tvö seinni börnin fæddust heima.“

Sigríður Hrund segir að hún og eiginmaður hennar hafi í raun gengið í gegnum fæðingarþunglyndið saman, því hún sé einstaklega vel gift og hann sýni henni endalaust hvað hann elskar hana mikið. „Það er líka teymi á geðdeild Landspítalans sem grípur móður, barn og fjölskyldu. Maður fer í áhættuhóp og haldið er vel utan um mann. Þunglyndi er efnafræðilegt og tekur margar vikur fyrir lyfin að virka.“

Ýmis önnur áföll og missir dundu á eiginmanni hennar á sama tíma.

Giftu sig aftur eftir 20 ára hjónaband

Þau hjónin giftu sig í annað sinn á 20 árum í sumar til að halda upp á þroskann í hjónabandinu. „Við vorum góðir vinir fyrst og urðum ástfangin. Það setti allt í klessu því mér fannst ég missa vin með því að verða kæró.“ Á þessum tíma var hann virkur alkóhólisti og fyrstu sjö árin þeirra saman, þar til Sigríður Hrund sagði honum að það myndi ekki ganga upp. Mikill hasar á honum og djamm og hún vildi með þessu hjálpa honum að ná botninum, en ég var ávallt innan seilingar. „Ég er með doktorspróf í alkóhólisma. Samband okkar fór allt upp á við eftir þetta.“

Sigríður Hrund segist ávallt keyra á góðu viðhorfi í vinnunni og lífinu og það sé henni mikilvægt. Hún stillir sig gjarnan af með tónlist. „Ég er hljómsýn sem þýðir að ég sé alls kyns liti og þegar ég loka augunum á tónleikum fæ ég litríkt auka-gigg!“

Jafnréttis- og mannréttindamál eru Sigríður Hrund afar hugleikin og hún er meðvituð um hversu hratt samfélagið breytist og að við fólkið verðum að vera meðvitaðri um það og opnari gagnvart náunganum. Innan FKA er deild sem nefnist New Icelanders og hún segir:

„Það gagnast ekki lengur hverra manna við erum. Við verðum bara að opna hjörtun. Samfélagið snýst um manneskjur og hjörtu. Við urðum velsældarþjóðfélag mjög hratt og kunnum ekki á það. Í dag fáum við hratt innflutt fólk og það fara í gang ýmsar kreddur sem búa til rof, spekileka og pólariseringu sem er neikvæð menningarlega.“

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
Fókus
Í gær

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða
Fókus
Í gær

„Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn“

„Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn“
Fókus
Í gær

Bókin sem hneykslaði Breta að koma í bakið á Harry og Meghan – Æskuvinur sniðgengur Harry og titlar þeirra í hættu

Bókin sem hneykslaði Breta að koma í bakið á Harry og Meghan – Æskuvinur sniðgengur Harry og titlar þeirra í hættu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi

Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi