fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Metró maðurinn er orðinn miðaldra

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2023 17:00

Baldur Rafn Gylfason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi Bpro heildsölunnar, var einn þeirra sem lagði grunn að innreið „Metró mannsins“ til Íslands upp úr aldamótum. Metró maðurinn leyfði sér meira en bara ljósabekki og strípur til að hressa upp á útlitið. Metró maðurinn notaði líka snyrtivörur, krem og hárvörur sem ekki var algengt á þeim tíma. Nú er Metró maðurinn orðinn miðaldra og nú er hann að takast á við hækkandi kollvik, lélegan hvirfil, bauga og hrukkur. 

Baldur Rafn er gestur í nýjasta þættinum af Einmitt hlaðvarpi Einars Bárðarsonar og í þættinum fara þeir um víðan völl og vopna metró manninn inn í miðaldra slaginn.

Lærði hárgreiðslu undir leiðsögn goðsagnar

Baldur lauk sveinsprófi í hársnyrtiiðn á samningi hjá goðsögninni Karli Berndsen. Baldur og Guðmundur félagi hans opnuðu stofuna Mojo á Vegamótastíg og í framhaldi af því keyptu þeir stofuna Monroe og sameinuðu þær undir nafninu Mojo Monroe. Baldur breytti svo til í lok áratugarins og í framhaldi af því stofnuðu hann og konan hans Sigrún Bender heildsöluna Bpro. Þau eiga saman þrjú börn, Sigrún er viðskiptafræðingur og fjármálastjóri Bpro og flugstjóri hjá Icelandair þannig að það er nóg að gera á heimilinu.

Verkaskipting sem virkar heima

Baldur deilir með Einari kerfi sem þau hjónin hafa sett upp á heimilinu. Skipulag sem allir á heimilinu taka þátt í að setja upp. Þar er tekið tillit til álagstíma þeirra beggja utan heimilisins og þau skipta álagi heimilisþáttanna á milli sín. Í byrjun hvers mánaðar er hann settur upp í kerfið og miðast þá við flugvaktir Sigrúnar og svo er annað skipulagt utan um það. Síðan er mánuðurinn endurskoðaður í hverri viku og hvernig gengur í lok hverrar viku. Baldur segir það kerfi hafa gert frábæra hluti fyrir þau og í þættinum ræða þeir þetta enn frekar.

Stýrðu Metró-væðingunni

Þeir félagar ræða hárgreiðslu- og snyrtivörubransann. Baldur er mikill markaðsmaður og hann og Einar ræða hvernig Baldur og samstarfsfólk hans markaðssettu fyrst hugtakið “Metró maður” af krafti hérna á Íslandi. Metró menn voru ungir karlmenn um aldamótin sem leyfðu sér að hugsa meira um útlitið heldur en áður þekktist hjá karlmönnum. Fóru ekki bara í ljós og strípur og versluðu flott föt heldur fóru þeir að prófa sig áfram með ýmsar snyrtivörur og fleiri en eina tegund af geli.

Áskoranir miðaldra metró manna

Núna eru metró mennirnir flestir orðnir miðaldra og því fylgja nýjar áskoranir. Hrukkur, há kollvik og skallar. Það síðastnefnda er áratuga ef ekki árhundruða gömul áskorun karlmanna. Þeir ræða ýmsar nýjar tækninýjungar og meðferðir í þeim efnum en víða erlendis er verið að þróa og keyra aðferðir sem hafa reynst mjög vel. Þær aðgerðir eru mikil inngrip en þar eru hár úr virkum svæðum höfuðsins færð handvirkt á svæði þar sem hár er farið að þynnast. Baldur lýsir þessum aðgerðum og öðrum sem eru minni inngrip og kosti þeirra og galla.

Sjálfbærni

Þá talar hann um starf þeirra í sjálfbærni og umhverfismálum. En árlega gróðursetur fyrirtækið tré á svæði utan við Þorlákshöfn þar sem samstarfsfólk hans og fjölskylda taka til hendinni og hvetja viðskiptavini að vera með. Þrátt fyrir að þátttaka í þeim verkefnum mætti alltaf vera betri að mati Baldurs þá veit hann að vegferðin er hafin, margt smátt geri eitt stórt. Þannig sé það frumkvæðið og þátttakan sem skipti mestu máli.

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram