fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Gabríel Ólafs er frægasti tónlistarmaður á Íslandi sem enginn veit hver er

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 22. október 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabrí­el Ólafsson er tutt­ugu og fjög­urra ára gam­all tónlistarmaður og tónskáld sem á örstuttum tíma hefur náð fádæma árangri í útgáfu og ekki bara það því hann rekur hljóðver í Hörpu þar sem heimsfrægir framleiðendur og fyrirtæki kaupa þjónustu á forsendum gæða og tæknilegs forskots.

Um síðustu helgi var hann í hljóðverinu með fulltrúa EA games, stærsta tölvuleikjaframleiðanda í heimi, að taka upp tónlist fyrir nýjan STAR WARS leik. Gabríel er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta þættinum af Einmitt, hlaðvarpsþætti Einars.

Uppgötvaður af útgefanda Bjarkar

Gabríel skrifaði und­ir fyrsta út­gáfu­samn­ing sinn aðeins nítj­án ára gam­all en það var við One Little Indi­an í Bretlandi. Félagið heitir reyndar í dag One Little Independent en stjórnandi þess Derek Birkett er Íslendingum að góðu kunnur. Hann býr hér að hluta og saga útgáfunnar og Sykurmolanna og Bjarkar eru samofin. Nú er Gabríel kom­inn á samn­ing við Decca Records, sem er í eigu út­gáf­uris­ans Uni­versal Music Group. “Derek er góður maður og þegar Decca vildi kaupa upp samninginn minn þá vildi hann ekki standa í vegi fyrir því og hjálpaði mér að gera það að veruleika,” segir Gabríel.

Íslensk tónlistar arfleifð um allan heim með nýrri miðlun

Gabríel ræðir við Einar um viðburðaríkan feril sinn en þrátt fyrir ungan aldur er Gabríel fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem gef­ur út verk und­ir merkj­um Decca Records en frá ár­inu 1928 hafa þekkt­ustu tón­list­ar­menn sög­unn­ar á sviði klass­ískr­ar tón­list­ar og djass gefið út plöt­ur sín­ar á veg­um þess. Fyrsta plata Gabrí­els sem nefnist Ab­sent Minded hef­ur verið spiluð yfir 50 millj­ón sinn­um á streym­isveit­um. Önn­ur plata Gabríels, Solon Island­us, er inn­blás­in af verkum Davíðs Stef­áns­son­ar, kom svo út í fyrra og toppaði þá fyrstu. Nýjasta platan hans kom svo út í sumar og heitir Lullabies for Piano and Cello. Hún er byggð á ís­lensk­um vöggu­vís­um og er markaðssett og seld um all­an heim. Þannig má segja að Gabríel vinni með íslenska menningar arfleifð og sé að kynna hana um allan heim með nýrri miðlun.

Vinna fyrir Hans Zimmer og Dav­id Atten­borough

En þrátt fyrir að vera upptekinn við tónsmíðar og útgáfu undir merkjum Decca er Gabríel á kafi í rekstri á sinfóníuhljómsveit og nýju hljóðveri sem Gabríel og faðir hans stofnuðu fyrir um ári síðan. Reykjavik Orkestra RRO er rekið í Hörpu og á þessum stutta tíma hefur RRO unnið verkefni fyrir Apple TV, Net­flix, Amazon, Decca og Deutsche Grammoph­on auk til að mynda ís­lensku kvik­mynd­ar­inn­ar Svars við bréfi Helgu. Þá tóku þeir einnig upp tónlist fyrir Hans Zimmer fyr­ir Frozen Pla­net 2 á veg­um BBC og Dav­id Atten­borough.

Ferillinn er eins og sprotaverkefni

Gabríel og Einar ræða þennan stutta og afskaplega litríka og farsæla feril, áskoranirnar og valkostina sem Gabríel hefur staðið frammi fyrir. Gabríel er að uppskera núna en allan sinn feril hefur hann litið á vegferðina sem sprotaverkefni sem hann fjár­festi í, í þeirri von að lifa á tónlistinni í framtíðinni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone