fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

FÁSES stofnar Gleðibanka – Táknræn prósenta mun renna í sjóðinn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. september 2023 20:23

Stjórn FÁSES: Ásgeir Helgi, Laufey, Heiður Dögg, Ísak, Halla, Eva Dögg og Gísli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FÁSES, Fé­lag áhuga­fólks um Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, hélt tólfta aðalfund félagsins síðastliðinn fimmtudag. Eftir hefðbundinn aðalfundarstörf þar sem litið var yfir starfsemi liðins árs, reikninga félagsins og kosið til stjórnar tóku við líflegar umræður um einn dagskrárlið, sem hluti stjórnar lagði fram sem tillögu, að stofna svokallaðan sigursjóð. 

Laufey Helga Guðmundsdóttir ritari var framsögumaður tillögunnar, þar sem lagt var til að byrja að safna í sjóð til að eiga fjármuni þegar Ísland vinnur Eurovision. Komi til sigurs Íslands mun  FÁSES sem OGAE gestgjafaklúbbur bera ýmsar skyldur gagnvart aðdáendasamfélagi aðdáenda Eurovision, til dæmis að setja upp og reka sérstakan skemmtistað aðdáenda, Euroclub. Var því lagt til að leggja fyrir 15% af félagsgjöldum árlega næstu fimm árin til að safna í sjóð til að nota við skipulagningu viðburða þegar Ísland verður gestgjafi Eurovision. 

Einn fundargesta sakaði Laufeyju Helgu í gríni um að hafa séð fyrir hverjir muni keppa í Söngvakeppninni á næsta ári í kristalskúlunni sinni. Eva Dögg, sem kom ný í stjórnina á fundinu, stakk upp á að sjóðurinn héti Gleðibankinn og Ásgeir Helgi, kynningar- og viðburðastjóri FÁSES, sagði þá viðeigandi að 16% félagsgjalda rynnu í sjóðinn, svona til að heiðra 16. sæti Icy tríóisins og fleiri sem keppt hafa fyrir hönd okkar og vermt sextánda sæti sem lengi var sæti Íslands. Einhverjir fundargesta töldu að verið væri að jinxa íslenskum sigri með tillögunni, en í versta falli mætti nota sjóðinn til að múta nokkrum dómnefndum ef að bið eftir íslenskum sigri myndi lengjast enn frekar. Á endanum var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á fundinum.  

Á fundinum var Ísak Pálmason endurkjörinn formaður og Laufey Helga Guðmundsdóttir endurkjörin ritari félagsins. Kristín Kristjánsdóttir gaf ekki kost á sér áfram í varastjórn og bauð Eva Dögg Benediktsdóttir sig fram og var kjörin. Til viðbótar við þau verða áfram í stjórn FÁSES á næsta félagsári: Halla Ingvarsdóttir gjaldkeri, Heiður Dögg Sigmarsdóttir alþjóðafulltrúi, Ásgeir Helgi Magnússon kynningar- og viðburðastjóri og Gísli Ólason Kærnested í varastjórn.

Upplýsingar um FÁSES má finna á heimasíðu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu