fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

„Dúllaðu við taugakerfið, veittu því athygli og sýndu því kærleika“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júlí 2023 18:00

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dúllaðu við taugakerfið, veittu því athygli og sýndu því kærleika. Gerðu það heilbrigt og hamingjusamt og dúndraðu andlegu heilsunni upp í rjáfur,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, í sínum nýjasta pistli á Facebook. Þar fjallar Ragga um taugakerfið og hvernig við getum sem best hugað að því, Ragga mælir með eftirfarandi:

*Dítox frá samfélagsmiðlum og skoðaðu hvaða prófílum þú ert að fylgja og hvaða áhrif það hefur á þig að skoða efnið frá þeim. Gerðu allsherjar hreingerningu og hreinsaðu út það sem innrætir hjá þér ekki-nóguna, og fylgdu þeim sem strá glimmeri yfir sálina.

*Skrifaðu niður fimm hluti, manneskjur, upplifun sem vekja hjá þér þakklæti. Hvað var geggjað í dag. Hvað hlakkarðu til á morgun. Þakklæti losar út serótónín og dópamín og er bóluefni við kvíða og depurð því það vekur upp jákvæðar tilfinningar, styrkir jákvæða reynslu í taugabrautunum, og byggir sterkari nánari sambönd. Semsagt skotheld uppskrift að hamingjusamara lífi. Rannsóknir sýna að þeir sem skrifa niður þakklæti eru jákvæðari og sáttari í lífinu.

*Kríulúr í 20-60 mínútur til að hlaða á andlega og líkamlega batteríið. Hvíld er ekki leti. Hvíld er nauðsynleg til að gefa heilanum kaffipásu og endurræsa drifkraft, sköpunargleði og framkvæmdavilja.

*Að nota tvo skjái í einu er til dæmis að glápa á imbann á meðan þú skrollar instagram í símanum, svara tölvupóstum í tölvunni meðan þú horfir á fréttir, eða sitja á drepleiðinlegum Teams fundi í tölvunni en vera samtímis með Netflix í gangi á símanum. Með þessu ertu að trufla dópamínkerfið og hækka þröskuldinn fyrir að njóta þess að gera bara einn hlut í einu. Þú þarft alltaf meira og meira örvandi áreiti til að upplifa vellíðan.

*Taktu eftir hvernig taugakerfið þitt er þegar þú eyðir tíma með fólki sem þér líður vel með og berðu það saman við streitustigið og spennuna eftir að vera með einhverjum sem stuðar þig. Við gerum okkur oft ekki grein fyrir hversu mikil áhrif umgengni við óþægilegt fólk hefur á tilfinningalífið og taugakerfið.

*Að setja mörk sýnir hugrekkið að elska sjálfan sig en á sama tíma opna á möguleikann að valda öðru fólki vonbrigðum (Brené Brown). Segðu oftar NEI við verkefnum og skuldbindingum því heilinn þinn hefur ekki óendanlegt vinnsluminni. Búðu til ný mörk, endurskoðaðu gömul mörk og viðhaltu mörkum sem eru ennþá nauðsynleg.

*Koffín hefur örvandi áhrif á miðtaugakerfið þannig að æðarnar víkka út, hjartsláttur verður örari, pisseríið verður tíðara og öndunin grynnri og hraðari. En kofín sem er  í hóflegu magni sem er c.a 100-200 mg á dag (Examine.com) dregur úr þreytu og slens og eykur einbeitninguna. En í nútímasamfélagi þar sem kaffivélin er besti vinur Aðal, og Nocco, Monster, Pepsi Max, Orka og Collab maka krókinn í ofneyslu mannskepnunnar, þá er 400-500 mg á dag orðið sorglegt norm. Og taugakerfið er á yfirsnúningi með auknum kvíða, svefnleysi, heilaþoku.

*L-theanine er amínósýra sem er virka efnið í grænu tei og stuðlar að slökun með því að lækka streitu og kvíða. L-theanine bætir svefngæðin því taugakerfið verður mega chillað eins og unglingarnir segja, en er samt ekki róandi lyf svo þú verður ekki eins og uppvakningur. 100-200 mg á dag er nóg til að verða sultuslök (Examine.com).

*Labbitúr í náttúrunni losar út meira serótónín en að labba innan um steinsteypu. Rannsókn þar sem fólk sá græn svæði örvaði svæði í heilanum sem heitir posterior cingulate og hefur með tilfinningar, hvatir, og vitrænar aðgerðir að gera. Því grænni sem myndirnar voru, því meiri virkni á þessu svæði og þátttakendur upplifðu lægri streitu.

*Þegar taugakerfið er alveg tjúllað verður öndun hröð, óregluleg og grunn, og þá verður líkaminn órólegur og hræddur um að ekki sé að koma inn nóg súrefni og framundan sé ekkert nema dauðinn. Ekkert róar taugakerfið jafn hratt og hæg útöndun, því það sendir líkamanum skilaboð um að við séum að lifa af. Anda inn á 4 sekúndum og út á 6 sekúndum og einblína á að fylla þindina en ekki brjóstkassann. Þú vilt fá stóra bumbu í öndunaræfingum.

*Að skilja hvernig taugakerfið þitt vinnur og virkar er ein dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið heilsunni. Með því að hlusta þegar það er tjúnað og tjúllað og nota þá aðferðir sem virka til að dúndra því niður í sefkerfið. Það geturðu gert með allskonar verkfærum, en lykillinn er að finna hvað virkar fyrir þig,

Hvernig nostrar þú við þitt taugakerfi? 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Botnar ekkert í Íslendingum og hvetur okkur til að gera meira af þessu

Botnar ekkert í Íslendingum og hvetur okkur til að gera meira af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri