fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Hrina afsökunarbeiðna til stuðnings Eddu Falak – Hvetur fólk til að gera hreint fyrir sínum dyrum „áður en þið verið afhjúpuð á YouTube“

Fókus
Föstudaginn 24. mars 2023 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi, segir engu máli skipta hvar fjölmiðla og baráttukonan Edda Falak hefur unnið. Það sem skipti máli er hvað hún hefur gert fyrir samfélagið og í femínískri baráttu.

Sóley skrifar í föstudagshugleiðingu á vefsíðu sinni:

„Edda hefur setið undir stöðugum, rætnum og ómálefnalegum árásum af hálfu feðraveldisins undanfarin misseri. Hún hefur verið uppnefnd og skrímslavædd, verið ótað og sótt til saka fyrir að veita þolendum möguleika á að segja sögur sínar.

Edda er’ann. Hún er femínistinn sem fjölmiðlar nota sem smellibrellu af því þeir vita að virk í athugasemdum nota hana til að fá útrás fyrir gremju sína og óöryggi. Það er nefnilega svo miklu einfaldara að ráðast að Eddu en að horfast í augu við óréttlætið sem hún er að afhjúpa í sínum daglegu störfum. Hún er andlit hugmyndafræði sem samfélagið skilur illa. Og það er ógeðslega erfitt.“

Þegar Sóley var’ann

Sóley rifjar upp að bæði hún og Hildur Lilliendahl hafi verið í þessari stöðu. Þær hafi verið’ann í samfélagsumræðunni þegar þær voru áberandi í sinni femínísku baráttu á árum áður.

„Það er erfitt og kannski ómögulegt að útskýra, en uppnefnin og hótanirnar eru alls ekki það versta við að vera í þessari stöðu. Það er svo miklu verra þegar feðraveldið nýtir skilgreiningarvald sitt til að snúa út úr orðum okkar og gjörðum til að draga úr trúverðugleika okkar. Þegar dregin er upp mynd af okkur sem óheiðarlegum, illgjörnum eða ofstækisfullum til að viðhalda og ýkja andúðina gagnvart okkur.“

Árið 2010 hafi Sóley verið í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna. Það hafi verið á sama tíma og hún var’ann. Degi síðar hafi fjölmiðlar um fátt annað fjalla en að hún hafi svindlað sér í sætið og breytti þar engu um að öllum reglum hafi verið fylgt. Sóley hafi reynt að útskýra það en almenningur hafi ekki viljað heyra það. Hún hafi verið stimpluð svindlari í mörg ár í kjölfarið.

Meintir gerendur hafa meira vald

Staðreyndin sé sú að það sé auðvelt að tala illa um umdeildar konur og um málstað sem almenningur hafi lítinn skilning á. Lítið þurfi til að fólk trúi að þessari konur séu með eitthvað misjafnt á samviskunni og þurfi mikið til að leiðrétta slíkar ásakanir.

Nú sé það svo að Frosti Logason, sem Sóley nefnir þó ekki á nafn í pistli sínum, hafi dregið upp tveggja ára viðtal við Eddu og gert að stórmáli og sagt það afhjúpun. Í kjölfarið hafi ritstjórn Heimilarinnar séð sig knúna til að svara og biðjast afsökunar „þó afsökunin hafi því miður aðeins nært fyrirlitningu og hatur í athugasemdakerfum.“

„Við erum ekki lengra komin en svo að meintir gerendur hafa meira vald yfir mannorði femínískra aktívista en öll #metoo-hreyfingin yfir mannorði gerenda. Þeim dugar að þefa uppi prentvillu eða stöðumælasekt til að hatrið flæði um internetið. Þeir ríghalda í skilgreiningarvaldið á alvarleika glæpa og gera tilkall til svara og útskýringa á því sem þeim hentar, þegar þeim hentar.“

Edda brýtur niður múra valdakerfisins

Edda Falak sé ekki ráðherra og hafi ekki hreyfingu á bak við sig. Hún sé ung kona og þó hún njóti stuðnings femínistanna í kringum sig þá standi hún ein.

„Vinnustaðurinn hennar hefur ekki einu sinni kjark til að hundsa hinn meinta geranda eða benda á óréttlætið sem árásir hans einkennast af.“

Sóley segir að sjálf hafi hún hvatt Eddu til að svara Frosta ekki. Reynslan hafi kennt henni að svör leiði bara af sér fleiri spurningar í svona málum og jafnvel harðari árásir.

Málið sé að starfsferill Eddu skipti engu mái.

„Hún getur vel hafa farið frjálslega með sannleikann einhvern tímann, rétt eins og við öll. Edda Falak er sterk, klár og hugrökk kona sem er að brjóta niður múra valdakerfisins. Ég ætla að standa með henni í þeirri vinnu og ég ætla að berjast gegn öllum tilraunum feðraveldisins til að draga úr trúverðugleika hennar og annarra kvenna sem leggja málstaðnum lið.“

Hrina afsökunarbeiðna til stuðnings Eddu

Sóley hefur hvatt aðra til að biðjast afsökunar fyrir bresti sína og „stórglæpi“ áður en einhver karl ákveður að afhjúpa þau á YouTube. Afsökununum hefur rignt inn undir myllumerkinu #afsakið og má þar líta játningar um hin ýmsu mál. Fólk sem hefur ýkt hæfileika sína á ferilskrám, logið og stolið af vinnustöðum sínum eru dæmi um þá sem hafa játað og beðist afsökunar. En Sóley benti á í pistli sínum að líklega hafi flestir gerst sekir um það að fara frjálslega með sannleikann einhvern tímann á lífsleiðinni.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu