fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Myrtur eftir að hann gaf sig lostanum á vald – Morðinginn öðlaðist frægð og frama í heimalandinu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 10. mars 2023 21:56

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sada Aba

Þann 23. apríl árið 1936 tékkuðu þau Sada Abe og Kichizo Ishida sig inn á hótel í Tókýó. 

Ástæðan var einföld: Kynlíf. Ishida var giftur og bæði vissu þau vel að ekki var um framtíðarsamband að ræða heldur villt kynlíf. 

Og kynlífið var það villt að í stað þess að eyða einni nótt á hótelinu voru þau þar í fjóra daga. Þau gáfu sér vart tíma til að borða, slíkur var lostinn. Þau neituðu meira að segja starfsfólki að koma inn að þrífa. Þau voru of upptekin við að stunda kynlíf. 

En því miður reyndist ástríðan banvæn fyrir Ishida. 

Úr vændi til Ishida

Ishida og Abe höfðu kynnst tveimur mánuðum áður þegar að Ishida réð Abe sem þjónustustúlku á veitingastað sinn. Þetta var í fyrsta skipti sem Abe var í venjulegri” vinnu en foreldrar hennar höfðu neytt hana til að starfa sem geishu til að refsa henni fyrir fjölda kærasta og líflegt ástarlíf á yngri árum. 

Abe hafði aldrei kunnað við að starfa sem geisha og hafði snúið sér að vændi, sem var löglegt í Japan svo lengi sem viðkomandi skráði sig sem slíka.

Kichizo Ishida

En eftir að hafa ítrekað stolið frá viðskiptavinum missti hún leyfið og færði sig þá yfir í ólöglega rekið vændishús. Þegar að lögregla réðist inn í það, handtók rekstraraðilana og lokaði á starfsemina ákvað Abe að yfirgefa vændisbransann í eitt skipti fyrir öll.

Ástin knúði óvænt að dyrum

Og þannig hófust kynni Sada Abe og Kichizo Ishida. Ishida laðaðist kynferðislega mjög að Abe en Abe varð aftur á móti yfir sig ástfangin af Ishida. 

Eftir dvölina á hótelinu sneri Ishida heim til konu sinnar og barna. Abe var brjáluð úr reiði og afbrýðisemi og hóf að drekka ótæpilega næstu vikurnar. 

Í maí keypti hún stóran steikarhníf, fór með á veitingastaðinn til Abe og hótaði að myrða hann ef hann yfirgæfi ekki konu sína og hæfi samband við hana. 

Abe tók hana ekki alvarlega og hló bara. 

Ishida og Abe tóku aftur upp kynlífssamband sitt frá því sem frá var horfið og eins furðulegt og það kann að hljóma, varð steikarhnífurinn partur af ástarleikjum þeirra. Abe átti það til dæmis til að setja hnífinn upp að kynfærum Ishida og hóta að skera þau af en hann tæki ekki saman við þetta. 

Ishida tók Abe ekki alvarlega og fannst hótunin erótísk og æsandi. 

Ishida var komin með smekk fyrir hættu meira kynlíf og hóf að biða Abe að taka hann kyrkingartaki á meðan þau höfðu samfarir. Ishida naut þess mjög og eftir nokkra daga kynlífsdvölina, sem minnst var á í byrjun greinarinnar, bað hann Abe, að taka fastar á og grínaðist með að hann væri í lífshættu þegar hann stundaði kynlíf með henni. 

En Abe var ekki grín í huga. Hún var búin að gera upp hug sinn og tveimur dögum síðar var Ishida látinn í rúmi á hótelherberginu, kyrktur til bana af Abe. 

Leið eins og þungu fargi væri af sér leitt

Mér leið vel eftir að hafa myrt Ishida, sagði Abe lögreglu síðar. Það var eins og þungu fargi væri af mér létt og ég sá allt svo skýrt í fyrsta skipti.

Að sjálfsögðu höft hjúin haft hnífinn meðferðis og notaði Abe hann til að skera kynfærin af Ishida og vafði þeim vandlega inn í pappa. Hún notaði blóð hans til að rita á læri hans með fingrinum og þar stóð; Við, Sada og Ishida, erum eitt.

Því næst skar hún nafn sitt í handlegg hans og tékkaði sig út af hótelinu. Með kynfærin í poka. 

Líkið fannst fljótlega og lak sagan þegar til fjölmiðla. Allir vissu að Abe var morðinginn og hófst gríðarleg leit að henni. Fjöldi ábendinga barst lögreglu, alls staðar frá um Japan, hvar Abe væri að finna en enginn reyndist vera rétt.

En Abe var ekki í felum. Hún var í Tókýó þar sem hún fór í bíó og verslaði eins og ekkert væri. Þann 20. maí, fjórum dögum eftir morðið, tékkaði hún sig inn á hótel undir fölsku nafni og hóf að skrifa kveðjubréf til vina og ættingja. Abe var nefnilega búin að ákveða að fremja sjálfsvíg með því að stökkva fram af kletti í útjaðri Tókýó. 

Sada Abe við réttarhöldin

Gat ekki hugsað sér að önnur kona nyti hans

En hún vildi njóta Ishida einu sinni enn áður en hún kveddi þennan heim. Hún tók því varlega pappírinn utan af kynfærum Ishida og reyndi nokkrum sinnum að stinga þeim upp í leggöng sín áður en hún gafst upp, pirruð og reið. 

Lögregla var þá búin að komast að dvalarstað Abe. Þegar þeir bönkuðu á dyrnar á hótelherbergi hennar bauð hún lögreglu kurteisislega að stíga inn fyrir og sýndi þeim kynfæri Ishida. 

Aðspurð af hverju hún hefði myrt Ishida svaraði Abe því til að hún hefði elskað hann það mikið að hún hefði ekki getað hugsað sér að önnur kona nyti hans. Svo lengi sem hann var á lífi gátu aðrar konur notið hans. En myrti ég hann vissi ég að enginn kona gæti nokkurn tíma snert hann framar

Það var mikið fjölmiðlafár í kringum réttarhöldin. Sjálf bað Abe um að vera tekin af lífi en þess í var hún dæmd í aðeins sex ára fangelsi og sleppt eftir fimm ár. 

Sada Abe reyndi að láta lítið fyrir sér fara eftir að hún losnaði úr fangelsi en áhugi fólk á henni hafði ekkert minnkað. Hún ákvað því að græða á frægðinni, gaf viðtöl og skrifaði sjálfsævisögu sína sem síðar var gerð að kvikmynd. 

Dularfullt hvarf

En að því kom að hún fékk nóg og sneri sér aftur að því að þjóna til borðs á veitingastöðum og næstu 20 ár var Abe fyrirmyndar starfsmaður. 

En einn góðan veðurdag árið 1970 mætti Abe ekki til vinnu. Hún reyndist ekki vera heima hjá sér og hefur aldrei sést tangur né tetur af henni síðan. 

Það eru ýmsar kenningar í gangi hvað varð um Abe. Sumir segja að hún hafi gengið i klaustur en aðrir að hún hafi fyrirfarið sér. 

Hvað kynfæri Ishida varðar, þá voru afhent læknadeild háskólans í Tókýó eftir handtöku Abe.

En þau hurfu einhvern tíma á óróatímum seinni heimsstyrjaldarinnar síðari, og hafa líkt og Abe, aldrei fundist. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja mál málanna skítugt og að leðja slettist á alla – „Hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum pening á þessu rugli?“

Segja mál málanna skítugt og að leðja slettist á alla – „Hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum pening á þessu rugli?“
Fókus
Í gær

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR
Fókus
Í gær

Ástarsaga Hafdísar og Kleina byrjaði árið 2020 – Stalst út úr meðferð að næturlagi til að leita ástina uppi

Ástarsaga Hafdísar og Kleina byrjaði árið 2020 – Stalst út úr meðferð að næturlagi til að leita ástina uppi
Fókus
Í gær

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elizabeth Holmes brosti og hló þegar hún mætti til að hefja 11 ára fangelsisvist

Elizabeth Holmes brosti og hló þegar hún mætti til að hefja 11 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna