Á Kinnargötu í Urriðaholti er nú hægt að fá nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi, en um er að ræða íbúðir sem eru fyrir vandláta og klárlega ekki fyrir spéhrædda, enda er þar að finna frístandandi baðkar við frekar stóra glugga.
Um er að ræða íbúð í 7 íbúða fjölbýli á fjórum hæðum ásamt lokuðu bílastæðahúsi.
Íbúðin fæst afhent án gólfefna, með innbyggðum ísskáp, frysti og uppþvottavél.
Þarna má einnig finna hjónasvítu, fataherbergi og bjart og opið alrými svo dæmi séu tekin. Íbúðin er 1591,1 fermetri og þar má finna tvö baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Ásett verið er 147,8 milljónir.
Meðfylgjandi myndir eru úr sýningaríbúð sem er í lokafrágangi og eru til viðmiðunar en nánar má lesa um eignina á fasteignavef DV.