fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
FókusMatur

Heimsklassa matarupplifun sem á sér fáa líka – töfruðu matargesti upp úr skónum

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 11. febrúar 2023 16:31

Gleði var við völd á grillinu hjá þeim Gunnari Gray aðstoðaryfirkokki á Héðni og Gísla Matt í gærkvöldi. DV/VALLI.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn ástsælasti matreiðslumaður landsins Gísli Matthías Auðunsson, sem alla jafnan er kallaður Gísli Matt og landsliðskokkar Héðins taka höndum saman um helgina á Héðinn Kitchen & Bar og afhjúpa leyndardóma Slippsins. Í gærkvöldi var frumsýning á matseðlinum sem sló í gegn og matargestir höfðu orð á því að þeir hefðu aldrei upplifað aðra eins matarupplifun sem snertu hvern streng matarsálarinnar, matargerðin hafi verið framúrskarandi og nýstárlegir réttir hefðu verið bornir fram sem aldrei hafi sést áður.

Frumlegur og fágaður 7 rétta matseðill úr því besta sem hafið og náttúran gefur

Boðið er upp á sjö rétta frumlegan og fágaðan matseðil sem endurspeglar allt það besta hráefni sem hafið og náttúran gefa eða ávextir hafsins sem útleggst (fruit de mer á franskri tungu). Frumleikinn í framsetningu réttana fanga augun og útfærslan á réttunum er einstök, hreinlega lostafull fyrir bragðlaukana. Hugmyndaauðgi með brögð og framsetningu heilluðu matargesti upp úr skónum enda matarupplifun í boði sem á sér fáa líka hérlendis.

Gísli Matt og kokkar Héðins Kitchen & Bar fóru á kostum í gærkvöldi og buðu veitingagestum upp á háklassa rétti sem kveiktu á öllum skilningarvitum matargesta. Stemningin á staðnum var ólýsanleg og Gísli Matt bar fram matinn með þjónunum að sinni alkunnu snilld og kynnti réttina til leiks sem gerði upplifunina enn skemmtilegri.

Leyndardómar Gísla Matt afhjúpaðir  

Matseðillinn er í anda Slippsins í Eyjum, þar sem innblástur er sóttur til íslenskrar náttúru og hafsins. Gísli er einn af eigendum veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum og hafa bæði Gísli og staðurinn notið mikilla vinsælda og vakið mikla athygli hérlendis sem og erlendis. Það sjávarfang sem meðal annars var borið fram, var hörpuskel, þorskvængir, ígulker, þari og sólkoli.

„Fyrsta kvöldið fór fram úr væntingum og hér iðað allt af lífi og matarástin blómstarði samkvæmt Gísla Matt. Matreiðsla er mín ástríða og matseðillinn endurspeglar allt það besta sem hafið og náttúran gefur okkur og hversu gott hráefni við höfum í höndunum til að skapa einfalda en fágaða rétti. Réttirnir lýsa vel minni sýn og nálgun á matargerð,“ segir Gísli og er farinn að hlakka mikið til kvöldsins með teyminu á Héðinn Kitchen & Bar.

Matseðillinn er samsettur af sjö frumlegum og fáguðum réttum og vínpörun verður í boði fyrir þau sem vilja taka þetta alla leið. Einstök matarupplifun sem enginn sælkeri vill missa af. Hér má sjá brot af því sem boðið var upp á:

Boðið var upp á beltisþarasoð & stökkt þorskroð , með jurtakremi og brenndu smjör. Nýstárlegt og góð byrjun fyrir það sem koma skal.

Ótrúlega fallegur og frumlegur réttur, ígulker, piparrótarrjómi & söltuð rifsber.

Grilluð hörpuskel var borin fram á greni með hvítlauk & söl. Fullkomin samsetning.

Með hörpuskelin var borinn fram þessi fallegi réttur. Blóðbergsgrafin lúða, laukar, brennt smjör og vatnakarsi.

Sá allra frumlegasti og sterkasti rétturinn sem skemmtilega óvart hjá matargestum. Þorskvængir, grillaður eldpipar, reykt súrmjólk og sítrónutimían.

Þjóðlegasti rétturinn kominn í sparibúninginn og brögðin heilluðu. Blóðmör, borin fram með sherry, rúsínum og blóðmarengs.

Heileldaður sólkoli með smjörsósu, radísum, eplum og hrognum sló í gegn og framsetning einstaklega skemmtileg. Með sólkolanum voru bornar fram grillaðar rauðar kartöflur með svartkáli, sýrðum þara og reyktu eggjakremi.

Lostafullur eftirréttur sem kveikti í bragðlaukunum innihélt skyr og hvítsúkkulaðimús, bláberja- og blóðbergskrap með mysufroðu og lakkríssaltmarengs. Þvílíkir töfrar í matargerðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum